Ég var að velta einu fyrir mér..
Er einhversstaðar hægt að finna hvað ljóðin í bókunum heita?
Eða betri spurning: Hafa þau yfirleitt einhver nöfn?
Ég er nefninlega að viða að mér ljóðum fyrir íslensku og valdi eitt ljóð úr Return of the king. Auðvitað skrifaði ég við öll hin ljóðin hvað þau hétu og þess vegna fór ég að hugsa um þetta.
Hér er ljóðið í íslenskri þýðingu:
Enn mun þó vorið vestur ná
og vaxa blómið smátt
og skógar fríkka og fossa á
og fuglar syngja dátt.
Og kannski er nótt þar heið sem hér
og himinhvolfið bjart,
og stjörnu í hári björkin ber
sem bliki álfaskart.
Þótt dimman hér ég gisti gám
og gerð sé ferð mín öll,
þá ofar turnum heimsins hám
og hærra en nokkur fjöll –
æ svífa mun þar sólin trú
og sveimur stjarna skær:
því skal ei kalla kvöldsett nú,
né kveðja stjörnur þær.
Það er í kaflanum Turninn í Kóngulskarði, á bls. 174-175 ef ég man rétt.
Ef einhver getur svarað þessu og hugsanlega sagt mér hvar ég get fundið nöfnin á ljóðunum væri það afskaplega vel þegið.