Hérna er ljóðið:
Þétt var grasið, grænt var tréð
og geitihvönn prúð með blóma fans;
í litlu rjóðri ljós var séð
sem lýsti stjarna og tindraði.
Tinúvíel þar æfði dans
og undir flauta lék óséð
um hárið bar hún geisla glans,
af glæstum klæðum sindraði.
En Beren kom hin köldu fjöll
og kunnar leiðir engar sá;
við Ljúflings á með fossa fjöll,
þar fór hann dapur, reikandi.
Hann gægðist milli blaða og brá:
af blómum glóði skikkjan öll,
og hárið elti hringa gná
sem húmblár skuggi, leikandi.
Úr fótum hvarf öll þreyta þá.
og þó var jafnan brött hans leið;
hann brá við hart og hugðist ná
þeim húmsins geisla lýsandi.
Hún flýði og dátt í dansi leið
til dýrra, álfum hjá-
og einn hann þreyði og þoldi neið
í þagnarskógi, hnýsandi.
Oft heyrði hann læðst á litlum skóm,
svo létt sem visið fylki blað,
og stundu heyrði hann einhvern óm
úr undirdjúpum kallandi.
Þá fríðum augum runni fennt var að;
við forlög hörð og skapadóm
nú stundi veikt hvert víðiblað
í vetrarskógi, fallandi.
Hann leitaði hennar lengi þar
og lauf frá mörgum sumrum óð,
um kalda nótt, er birtu bar
hin bleika festing tindrandi.
Þá skein á fjalli skikkja rjóð,
í skarti sést hún dansa þar
um svalan tind og svífa hljóð
í silfurmistri glitrandi.
Er vetur kvaddi, hún kom á ný
og kvað í skóg hið unga vor,
sem lævirki, sem lognskúr hlý,
sem leysing hröð með niði.
Og alls staðar sem átti hún spor,
þar uxu blóm-og heill á ný
hann þráði dís og draum það vor
og dansa um gras í friði.
Hún flýði enn, er hann rann
Tinúvíel! Tinúvíel!
Svo hennar nafn þá nefndi hann,
og nýtt var það sem tafð’ana
H’un stóð sem bundin, vissi vel
þann vef um hana rödd hans spann;
og ástin sló Tinúvíel,
er örmum þétt hann vað’ana.
Þá Beren leit í augunn inn,
hann endurskin af stjörnum sá;
en skuggi lokka skýldi kinn
í skímu kvöldsins, dvínandi.
Sú ódauðlega álfa gná,
hún um hann vafði hári svinn
og endurgalt hans ástarþrá
með örmum hvítum, skínandi.
En örlaganna bráður byr
þau bar um fjöll um margan stað,
um Sali stáls og dimmar dyr,
þar dagur aldrei ljómaði.
Þau skildi lengi úthaf að,
en aftur hittust þau sem fyr
og hurfu í grænan griðarstað
með gleðisöng sem ómaði.