Ég kom einu sinni með þá hugmynd að búa til nýjan kork sem myndi heita ‘Áhugamálið’, flestum leist nokkuð vel á það en svo var ekkert gert í því. Mér finnst það nokkuð ágæt hugmynd því þar væri hægt að segja allt sem maður vill koma á framfæri, t.d. eitthvað sambandi við greinarnar sem koma inn, greinaátak eða jafnvel keppni. Hægt væri að ræða um stjórnandann og hvað hann mætti gera betur og hverju hann mætti kannski sleppa eða gera minna af. Og svo nátturulega koma bara með venjulegar hugmyndir um hvað væri hægt að gera betra hér inná.
Mér finnst þetta allavega nokkuð nett hugmynd.