Ég var spjallrás á www.imdb.com um daginn og rak augun í svoldið skemmtilega pælingu. Það er alltaf verið að tala um hvort að það verði gerð myndi eftir snilldar bókinni The Hobbit. Ef það væri gerð mynd þá mundi ég vilja sjá Ian Holm aftur sem Bilbo Baggins því að hann var að mínu mati fullkominn í því hlutverki. En samt er hann orðinn frekar gamall, þannig að kannski ætti einhver annar að leika hann. Þá fynnnst mér allarvegana einn leikari koma til greina og það er Martin Freeman( The Hitchhiker's Guide to the Galaxy og The Office). Mér finnst hann passa ágætlega í hlutverkið, kannski svolítið erfitt að sjá það án þess að hann sé gerður eins og Hobbiti(hárkolla,förðun,föt og svona dót). En reyndar verð ég að benda á svolítið fyrir þá sem finnast Ian Holm of gamall því að í The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring sagð Gandálfur að Bilbó hafð ekkert elst(auðvitað vegna hringsins).
En allarvegana hvað finnst ykkur mundi Martin Freeman passa eða á Ian Holm að vera Bilbo ef myndin yrði gerð á næstu árum.
“Why can't we just get along”