Nei. Ekki eins og það sé brjálað flæði af greinum sem kemur inn daglega, og að ég og hvurslags ráðum einfaldlega ekki við það. Svo eru 80% af könnununum sem voru sendar inn alveg eins kannannir og hafa verið sendar inn svona 100 sinnum áður: “Áttu Lord of the Rings?”, “Hefurðu lesið Lord of the Rings á ensku?”, “Hvað hefurðu lesið Lord of the Rings oft?”, “Fannst þér loftfimleikar Legolasar í myndunum ganga of langt?”, “Ætlar þú að hjálpa mér að bæta þetta áhugamál?” and so on. Fólk hérna hefur svarað þessum spurningum of oft, svo ég ætla ekki að gera því það að þurfa að svara því aftur. Og það er óþarfi að senda inn myndir, úr myndunum (bíómyndunum), þar sem fólk hefur horft á það og ég held að það sé ekkert nýtt fyrir það, hinsvegar eru myndir sem fólk er að senda inn, t.d. af Fëanor, Ëarendil o.s.frv. mjög flottar og ég mun samþykja þannig myndir frekar en myndir úr myndunum.