Allt í lagi Mengele. Byrjum á byrjuninni…
Í korknum sjálfum segir thorinn "[é]g er nú búinn með allar bækurnar um Miðgarð" sem ég leyfi mér að draga stórlega í efa. Ég á yfir 50 bækur, allar tengdar Tolkien eða heimi hans, svo ég efa það þegar fólk segir að það hafi lesið allar bækurnar um Miðgarð.
Kreoli segir að munurinn á orkum og dríslum sé svengd þeirra fyrri. Ég skil ekkert hvaðan sú pæling kemur. Þætti gaman að vita það hinsvegar.
fabilius segir að Tolkien aðgreini þá alltaf. Það er ekki satt þar sem hvergi er minnst á drísla (goblins) í Hds. þótt þar sé minnst á ýmis afbrigði orka. Tolkien skrifaði margt í Hobbitanum sem passaði ekki alveg inn í þann heim sem hann skapaði fyrir Hds. en í mínum svörum tek ég mið af þeim heimi, þ.e. Miðgarði Hringadróttinssögu.
Dvalinn segir að goblins séu önnur tegund af orkum sem hafi þróast neðanjarðar. Hér er Dvalinn sennilega, ath. sennilega, að skella fram sínum eigin pælingum fram sem staðreyndum. Pælingin sem samt góð og tekur mið af því að sameina Hobbitann og Hds. enda er talað um goblins í Hobbitanum en ekki í Hds.
Karat heldur því skemmtilega fram að “háorkar” hafi orðið til við blöndum drýsla og orka og nefnir myndina því til rökstuðnings. Í fyrsta lagi þá er myndin mjög léleg heimild því hún styðst aðeins við bókina í grófum dráttum. Sé hinsvegar miðað við myndina þá var í henni talað um uruk-hai sem blöndu af orcs og goblin-men. Ég kannast ekki við neina “háorka” en kannski er Karat að tala um half-orcs sem voru blanda af orkum og mönnum og voru í þjónustu Sarumans.
Skjon ruglar svo saman uruk-hai og half-orcs. Þess má þó geta að hugtakið half-orc er ekkert notað í Hds. en það er þó greinilegt að half-orc og uruk-hai eru alls ekki það sama.
Svo kem ég og segi réttilega að það séu allir í bullinu en nennti ekki að útlista það neitt frekar fyrr en nú. Svo ég spyr… DrMengele, ertu sáttur??