Já,já, mæli algjörlega með því. Fannst Hobbittin svo frábær að ég las hana 16 sinnum í röð. Hringadróttinssögu hef ég að vísu bara lesið þrisvar, (sem er lítið einungis borið saman við Hobbittan en mikið miðað við það að ég les bækur sjaldan tvisvar). Allir ættu að geta haft gaman af þessum bókum, mæli með að Hobbittin sé lesin fyrst þar sem Hringadróttinssaga sé framhald af honum.
Silmerillinn, er leiðinleg á köflum, algjörlega bara ætluð aðdáendum sem vilja fræðast um heim hans, fremur en að bara lesa eitthvað skemmtilegt.