Hæ öll. Mig langar að vita hvort Silmerllin sé eitthvað svipaður Lotr bókunum eða er þetta meira ættfræði,sem sagt eitthvað torf sem þungt er í lestri? Kv-prien.
Hún er sko alls ekki í anda LOTR bókanna. Þetta er meira eins og forsagan á bakvið allar helstu characterana sem sagt ættliðir þeirra. Hún er einnig mjög þung í lestri og vilja margir meina að hún sé svo leiðinleg þar sem það er eytt svo miklum tíma í að kynna persónur sem koma nánast ekkert fyrir. Sjálfum fannst mér þetta frábær bók enn það eru nú ekki margir sammála mér…
Mér finnst Silmerillinn alls ekkert svo þungur í lestri. En það koma mjög margar persónur fyrir og maður þarf að hafa gaman að því að lesa um hverja og eina þeirra. Byrjunin er kannski svolítið ruglingsleg við fyrsta lestur, en ég mæli alveg með því að lesa þessa bók, hún er mjög skemmtileg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..