Það er kannski dálítið seint að byrja tala um þetta núna enn ég ætla nú samt að gera það.
Þar sem ég var að sjá smá bút úr Lotr - Fotr rétt áðan, nánar tiltekið atriðið þar sem Galadriel missir sig fyrir framan Fróða.
Ég hef lengi velt þessu fyrir mér og nú ætla ég að deila hugsunum mínum með ykkur. Af hverju fékk Cata Blanchett hlutverk Galadrielar? Mér finnst hún engann vegin passa við hlutverkið.
Það má vel vera að hún geti leikið það enn hefur hún útlitið? Galadriel er lýst sem fallegri verum Middle-Earth og ég verð bara að segja eins og er, mér finnst Cate Blanchett ekkert falleg.
Ég er handviss að það hefði mátt velja betur í þetta hlutverk. Ég bara varð að segja þetta, mér finnst hún bara engann vegin eiga heima í þessu hlutverki.
Hvað finnst ykkur um hana í þessu hlutverki?