Ég sendi hana inn.
Sko. Í RotK syngur Pippin bút úr göngulaginu sem er í þriðja kafla fyrstu bókar. Ég gerðist einhverntíman major nörd og lærði mörg ljóðin utanbókar á ensku.
Anyways, líður og bíður og ég fer á RotK í bíó. Og síðan syngur Boyd þetta, býsna fallega, en segir “all shall fade” en ekki “away shall fade” eins og réttilega stendur í bókinni (allaveganna minni, leiðréttið mig ef annað stendur í ykkar eintökum). Og einhverra hluta vegna læt ég þetta fara óæskilega mikið í taugarnar á mér. Sérstaklega þar sem hrynjandin í “away” fellur laginu m.a.s. betur að mínu mati.
Mér finnst þetta bara kjánalegt bessaleyfi sem Jackson tók sér. Kjánalegt að taka ljóð eftir Tolkien en fara síðan ekki einu sinni rétt með það.