Ég er með áreiðanlegar heimildir fyrir því að “bardaginn”, eða réttara sagt þegar Gandalf og Saruman eru að rífast, ef svo má að orði komast, verði í lengri útgáfunni af ROTK. Þessar áreiðanlegu heimildir eru trailerinn sem ég sá á www.lordoftherings.net
Annars fannst mér PJ standa sig virkilega vel. Hann sleppti í rauninni akkúrat réttu hlutunum, þ.e. hlutum sem koma kjarnanum í sögunni í raun ekkert við.
Já það er rétt að hann verði í Extended Edition. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Christopher Lee frétti að atriðið hefði verið klippt algjörlega út úr RotK. Heilmikið fár og hann mætti ekki á frumsýningu minnir mig. :P
Jú það er rétt. Hann mætti ekki á frumsýninguna. Það hlýtur að koma eitthvað viðtal við hann í aukaefninu með Extended Edition, þar sem hann tjáir sig um þetta. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann segir.
Framlag hans til myndarinnar var leikurinn. Það er ekkert nema eðlilegt að hann mæti ekki þegar atriðin hans voru tekin út… þá átti hann ekkert eftir í myndinni þannig að hann taldi sig eiginlega ekki eiga rétt á að mæta á frumsýningu.
og bardaginn við Minas Tirith saug alltof feitan. Í bókunum komu bandamenn inn í minas tirith og allar þessar þjóðir og samstaða gáfu bardaganum mikið gildi og vægi og gerði hann eitthvað svo stórann. Það hefði verið lítið mál að bæta því inní án þess að lengja myndina mikið. Minas Tirith er að mínu mati kolsvartur punktur á annars fínni trillógíu. Annars var þriðja myndin alveg frábær.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..