Þetta er alveg koooolrangt hjá þér. Harry Potter serían hefur selt um 260 milljónir eintaka, en þá eru allar 5 bækurnar taldar með.
Biblían er vitaskuld í fyrsta sæti með alveg ógrynni af eintökum seld, og lesin. Held hreinlega að enginn geti sagt til um hversu mörg eintök hafi verið prentuð og seld af þessari blessuðu bók.
Tilvitnanir úr verkum Mao Tse-tung var gefin út á síðustu öld, og hefur einnig verið nefnd “Rauða kverið”, ef mig minnir rétt, en hún er til í um 800 milljónum eintaka. Það er ein bók. Ég veit ekki til þess að Harry Potter og Vizkusteinninn hafi verið seld í meira en kannski 60 milljónum eintaka. :)
Svo já, þú ættir kannski að fara að lesa þig til um hlutina áður en þú ferð að blaðra eitthvað, enda er augljóst að þú veist lítið hvað þú segir.
Annars vil ég benda þér á þá staðreynd að Hringadróttinssaga var skrifuð sem framhald af Hobbitanum, en Hobbitinn var einmitt skrifuð sem barnabók. Það er heldur ekki mikið mál fyrir þá sem eru með ensku að móðurmáli að lesa bækurnar í gegn, það held ég að óhætt sé að fullyrða, til að mynda las núverandi enskukennari minn (sem er Amerísk) allar bækurnar 3 á einni helgi þegar hún var 12 ára. Hvernig sem því líður, þá er markhópur Hringadróttinssögu sá hópur fólks sem kýs að lesa bækurnar. Og ég get sko alveg sagt þér að hún höfðar alveg til hellingur af fólks, þar sem hún er löngu orðin klassík, bækurnar eru hornsteinn fantasíubókmennta nútímans, ásamt Narníu bókunum.
Þó svo að ég hafi mjög gaman að Harry Potter bókunum þá verð ég að segja að ritstíll J.K. Rowling fer stundum alveg hrikalega í taugarnar á mér, og þrátt fyrir vinsældir er hún langt frá því að vera heilsteiptasti rithöfundur sem maður getur fundið. Hún fellur oft í gildrur sem amatörar henda sér í, til að mynda með því að misnota einhver ákveðin orð eða orðasambönd í einni bók en notar það svo ekkert í næstu verkum sínum etc.
Ef ég ætti að velja mér minn uppáhalds núlifandi rithöfund, þá yrði það tvímælalaust Terry Pratchett, frumlegasti og fyndnasti höfundur í heimi. :)<br><br>Með kveðju,
忍者マン
<a href="
http://www.vilhelm.is/“><font color=”green“>Vefsíða</font></a> - <a href=”mailto:vilhelm@vilhelm.is“><font color=”green“>Vefpóstur</font></a>
<i>”Villi sagði: ‘Verði stuð!’ Og það varð stuð. Og Villi sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli