Þið tvö eruð nú meiri kjánarnir.
J.K. Rowling skrifar Harry Potter sem barnabækur. Já já, það getur vel verið að gamalt fólk lesi þetta líka, en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að þegar hún skrifar er markhópurinn í yngri kantinum. Hún hefur sjálf sagt í viðtali að hún hafi næstum því klárað tvær bækur fyrir fullorðna en aldrei klárað þær því henni fannst þær svo hræðilega lélegar.
The Hobbit var einnig upprunalega skrifuð sem barnabók. Það fer ekki fram hjá neinum manni. Fólk var svo ánægt með bókina að það var hreinlega þrýst á John að skrifa meira. Í framhaldi af því skrifaði hann The Lord of the Rings, til þess að þjóna sem óbeint framhald af Hobbitanum.
Hvað varðar vinsælustu bækur í heimi, þá komast hvorki Harry Potter né Lord of the Rings á þann lista. Það er rangt hjá fantasiu að Harry Potter sé næst vinsælasta bók allra tíma, en það sæti á bókin “Tilvitnanir úr verkum Mao Tse-tung” eftir Mao Tse-tung, og var sú bók gefin út í hvorki meira né minna en 800 milljónum eintaka. Það er tala sem líkast til enginn dægurbókmenntahöfundur getur toppað.
kerenze nefndi að Harry Potter höfðaði bara til Ameríkana og Breta. Það er kolrangt. Ef þú bara vissir hvað þessar bækur eru vinsælar hérna. Það þekkja flestir Harry Potter í Japan, og þetta er vel þekkt fyrirbæri í Kína.
Ef þið ætlið að fullyrða eitthvað, reynið þá að hafa rök á bak við þær en ekki koma með einhverjar fullyrðingar sem láta ykkur líta út fyrir að vera ólesna ræfla.<br><br>Með kveðju,
忍者マン
<a href="
http://www.vilhelm.is/“><font color=”green“>Vefsíða</font></a> - <a href=”mailto:vilhelm@vilhelm.is“><font color=”green“>Vefpóstur</font></a>
<i>”Villi sagði: ‘Verði stuð!’ Og það varð stuð. Villi sá, að stuðið var kúlt, og Villi greindi stuðið frá plebbaskapnum."</i>
- Genesis, 1. kafli (endurskoðuð útgáfa)