Í Völuspá, 10.-16. erindi koma sum nöfnin sem Tolkien notaði fyrir dverganöfn fram:
10.
Þar var Mótsognir
mæstur um orðinn
dverga allra,
en Durinn annar;
þeir mannlíkun
mörg um gerðu
dvergar úr jörðu,
sem Durinn sagði.
11.
Nýi og Niði,
Norðri og Suðri,
Austri og Vestri,
Alþjófur, Dvalinn,
Bívör, Bávör,
Bömbur, Nóri,
Án og Ánar,
Ái, Mjöðvitnir.
12.
Veigur og Gandálfur,
Vindálfur, Þráinn,
Þekkur og Þorinn,
Þrár, Vitur og Litur,
Nár og Nýráður,
nú hefi eg dverga,
- Reginn og Ráðsviður, -
rétt um talda.
13.
Fíli, Kíli,
Fundinn, Náli,
Hefti, Víli,
Hannar, Svíur,
Frár, Hornbori,
Frægur og Lóni,
Aurvangur, Jari,
Eikinskjaldi.
14.
Mál er dverga
í Dvalins liði
ljóna kindum
til Lofars telja,
þeir er sóttu
frá salar steini
Aurvanga sjöt
til Jöruvalla.
15.
Þar var Draupnir
og Dólgþrasir,
Hár, Haugspori,
Hlévangur, Glói,
Skirvir, Virvir,
Skáfiður, Ái.
16.
Álfur og Yngvi,
Eikinskjaldi,
Fjalar og Frosti,
Finnur og Ginnar;
það mun upp
meðan öld lifir,
langniðja tal
Lofars hafað.
Vildi bara deila þessu með ykkur, þið sem hafið ekki séð þetta áður!<br><br>HAKUNA MATATA