Ég var bara svona að pæla. Er LOTR bara röð ótrúlegra tilviljuna?
Ef ein af þessum tilviljunum hefði ekki gerst þá hefði allt farið á verri veg. Það var tilviljun að Merry og Pippinn voru teknir að Uruk-Hai orkunum. Það var algjör tilviljun að þeir náðu að hlaupa inn í skóginn og þökk sé því náðu þeir í helsta heraflið sem að tortýmdi Orþanka, Entarnir.
Og ef Merry og Pippinn hefðu ekki verið teknir þá hefðu Aragorn, Legolas og Gimli ekki elt þá og náð að bjarga Rohan.
Ef Pippinn hefði ekki verið svo forvitinn að líta í pálnatírin Sarúmans þá hefðu þeir ekki náð að ginna heri Saurons frá sínum eigin höfuðstöðum og að Minas Tirid. Ef að Aragorn hefði ekki hitt Jóvin hefði hún ekki orðið ástfangin af honum og farið í ástarsorg í stríðið og tekið Merry með. Ef það hefði ekki gerst hefði Nazgulahöfðinginn aldrei verið drepinn.
Ef Þjóðann hefði drepið Ormstungu þá hefði hann ekki myrt Saruman í endinn. Ef að Bilbo eða Frodo hefðu einhvertíman myrt Gollum þá hefðu Frodo og Sam aldrei komist inn í Mordor og þá hefði Hringurinn ekki eyðst. Frá mínu sjónarhorni virðist flest hafa verið vægast sagt ótrúleg tilviljun. Sumar tilviljanir eru meira að segja Saruman að þakka.