Ég veit ekki alveg hvort að það er liðin alveg vika en hér koma svörin við spurningunum og stig fyrir þær (ath engin alvöru stig).
Hérna eru spurningarnar smá til að rifja upp.
1. Hvað hét kona Dynþórs?
2. Hverjir áttu álfahringana þrjá í endinn á þriðju bókinni?
3. Hver sagði þetta: “Gondor has no king. Gondor needs no king.”?
4. Hvað hét sonur Þjóðans?
5. Hver drap Þjóðan?
6. Nefnið 4 nöfn Aragorns.
7. Hvert fer Arven eftir andlát Aragorns?
8. Undir hvaða dulnefni fer Jóvin í stríðið með Jóherrunum?
9. Hver er Skarki?
10. Hver drepur Sarúman?
11. Hver var séffinn?
12. Hvað hét mamma Bilbós?
13. Hvers sonur er Dynþór?
14. Hvaða nýju tegund af Orkum þróar Sarúman?
15. Hvernig dó Balinn Fundinsson?
svör
1. Hún mun hafa heitið Hödd (2stig).
2. Galadríel, Gandalf og Elrond (1 stig fyrir hvern karakter).
3. Boromír sonur Dynþórs mun hafa sagt þetta. (1 stig fyrir nafn, 2 stig fyrir eftirnafn).
4. Þjóðráður (2 stig).
5. Hestur Þjóðans drap hann þegar hann lenti ofan á honum(1 stig). Hesturinn hét Snæfaxi (2 stig). Hann lenti ofan á honum því hann var að flýja Nazgulahöfðingjann(3 stig).
6. Elessar, Aragorn, Stígur og Estel(1 stig fyrir hvert nafn).
7. Hún fer til Loríen (1 stig) og deyr þar (1stig).
8. Hún fer undir dulnefninu Dulhjálmur (2stig).
9. Sarúman (4 stig).
10. Grímur Ormstunga drepur Sarúman (2 stig). Hann sker hann á háls(1 stig). Svo er Ormstunga drepin af örvum nokkra Hobbita (2 stig).
11. Lotho(1 stig) sonur Lobelíu(1 stig).
12. Belladonna.
13. Sonur Ekkþelíons.
14. Uruk-Hai orka.
15. Hann dó í Moría (1 stig) af höndum orka(2 stig). Hann var skotinn með ör (3 stig).
Vona að allir hafi haft gaman af þessu. Þið getið reiknað út stigin sjálf. Ég er að pæla í að senda inn fleiri spurningar. Endilega segið hvað ykkur finnst um það.