Áður en Return of the King kom í bíó voru fréttir um að dauðasena Sarumans kæmi ekki fram í myndinni, þó að Peter Jackson lagði mikla áherslu á senuna og tók upp sex mismunandi atriði.
Ég hélt að þetta myndi ekki skipta miklu máli, eins lengi og Saruman væri í myndinni. En hann vantaði gjörsamlega. Allar senur voru klipptar og við fengum að sjá þriggja klukkutíma mynd með eitt stærsta “plot-hole” í sögu kvikmynda. Sama með “Grima Wormtongue”. Þeim var bara klippt úr myndinni! Brad Dourif er frábær leikari og hefði gert gæðamun ásamt Christopher Lee.
Afsökun Peter Jacksons er að 7-mínútna death-sena Sarumans var klippt úr Two Towers og átti aldrei að vera í Return of the King. Hinsvegar verður senan í Special Extended Edition.
Hvað finnst ykkur um þetta?<br><br>Perfect Dark is forever
<a href="http://nemendur.khi.is/wilholbr">http://nemendur.khi.is/wilholbr</a