Sko, Harry Potter er í fyrsta lagi ekki lokið, þ.e. Rowling er ekki búin að skrifa allar bækurnar og við vitum ekki hvernig þetta endar (ef það endar þannig að Harry velur að deyja vegna þess að minningarnar um stríðið við Voldemort eru of sárar eða eitthvað svoleiðis skal ég pæla í ritstuldi en ekki fyrr). Í öðru lagi er heimur Harrys samblandaður við okkar eigin heim, með tölvum og tækni, ekki LotR, það eru engir hringar í Harry Potter, sagan á bakvið atburðina er allt öðruvísi. Þetta er ekkert nýtt, þetta með baráttuna milli góðs og ills, nánast allar fantasíu sögur fjalla um það, tröll, drekar, risakóngulær, galdrakallar og allt þetta, þetta er allt hluti af þjóðtrú, sko á Íslandi trúði fólk á tröll, er þá ekki Tolkien að stela tröllum frá okkur???
Nei, auðvitað ekki. Sko ég má alveg skrifa sögu um baráttuna milli góðs og ills, þar sem er einn ungur sem gegnir lykilhlutverki, einn gamall sem er einskonar ráðgjafi, einn sem erfir eitthvað konungsríki o.s.frv. eða sögu um Guð og Jesús, eða Óðinn og æsi eða bara hvað sem er, það væri asamt alltaf mín saga. Og það er ekki rétt að margt af því sem er í Harry Potter ætti að vera innan gæsalappa og einhverstaðar ætti að standa: “J.R.R. Tolkien, The Lord of the Rings …” vegna þess að Harry Potter er hreinlega allt öðruvísi en LotR. Vitsugur og Nazgúlar, sennilega eru J.K. Rowling og J.R.R. Tolkien bara mjög líkir persónuleikar… <br><br><font color=“#000080”>Kveðja
<a href=“mailto:sunnefablack@hotmail.com”>Sunnefa</a></font>
<font color=“#800000”>
<b>Joanne Rowling skrifaði:</b><br><hr><i><b>“Djöflasnara, djöflasnara… Hvað sagði Spíra prófessor aftur? Hún þrífst í myrkri og raka…”
“Kveiktu þá eld,” korraði í Harry.
“Já - auðvitað - en hér er enginn eldiviður!” æpti Hermione og neri saman höndunum í örvæntingu.
“ERTU ORÐIN BANDVITLAUS?” þrumaði Ron. “ERTU EKKI NORN, MANNESKJA!”</b></i><br><hr></font
Kveðja
Sunnefa Black