ég heyrði rétt eftir að The fellowship of the ring var frumsýnd að Ian McKellen (Gandalf) hefði keypt kvikmyndaréttinn að The Hobbit. Hann á að hafa talað við hann Peter Jackson og spurt hann hvort hann vildi kvikmynda þessa frábæru sögu, hann neitaði víst og gaf enga ástæðu fyrir því. Ian þótti Ian Holm (Bilbo) ekki hæfur til að leika Bilbo í the hobbit vegna þess að hann væri alltof gamall til þess. Eins og allir vita gerist The Hobbit nokkuð fyrr en ferðalagið með hringinn í Dómsdyngju byrjar. Eftir þetta hef ég ekki heyrt meira um kvikmyndun The Hobbit, fyrir utan treiler sem ég sá….
Þetta á að vera myndskeið úr hinni komandi stórmynd “The Hobbit” en ég er alveg pottþéttur á því að þessi treiler er feik. Ef að maður horfir á hann tvisvar þá sé maður að Flest atriðin eru úr The fellowship og öðrum myndum s.s. Dragon Heart, Dragon slayer og reign of fire.
Ég held að ekkert verði úr kvikmyndun The hobbit, allaveganna ekki í bráð.
Meðfylgjandi er slóð að treilernum:

http://www.lathamfilm.com/hobbit_teaser_ steve_latham.mpg

kv,axel