Jæja þá er maður loksins búin að sjá The Two Towers.
Keypti mér í dag(18. nóv.) Extended DVD versionið.
—–VARÚЗ–
Það gætu verið spillar fyrir þeim sem ekki hafa séð Extended Cut og ekki lesið bókina
—–VARÚЗ–
Alveg eins og ég hafði heyrt hefur sögunni verið breytt svakalega finnst mér og í byrjun eiginlega hlaupið á hundavaði yfir allt saman þó svo að nokkrum nýum atriðum sé bætt inní og önnur lengd.
Mér fannst frekar óþgilegt að horfa á myndina í byrjun, svona fyrri helminginn af disk 1, en svo lagaðist það nú.
Einnig eru nokkrar setningar og atburðir eignaðir öðrum en þeir tilheyra.
Ég skil ekki afhverju Faramír er orðinn svona spilltur og tekur þá föngnum og fer með inn í Osgiliath og Entmótinu breytt.
Þrátt fyrir þetta og fleira er þetta góð mynd, síðri en The Fellowship of The Ring, en góð þó. Og eitt í viðbót er að hulstrið um myndina er rautt en ekki grænt(næsta verður að öllum líkindum blátt), en mér finnst það of litríkt eitthvað, þessi græni litur er bestur fyrir þetta að mínu viti.
Jæja, hvað um það ég gef henni 8,8 af 10 og læt það duga.
ps. þetta er kannski ekki mikil grein en mig langai að tjá mig
um þetta.