Skv fréttum á BBC, Slahshdot, Theonering.net og fleirum þá hefur það spurst út að persóna Sarumans verði klippt útúr síðasta kaflanum af LOTR, ROTK. Það sem ég hef verið að lesa í morgun um þetta þá virðast flestir sammála um að atriðið sem um ræðir sé 7 mín langt og skiptir verulegu máli fyrir framþróun sögunar. Auðvitað verður atriðið með á Extended útgáfunni á DVD.
Frétt BBC: http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/3265475.stm
F rétt Slashdot.org: http://slashdot.org/articles/03/11/12/2221236.shtml?tid =186&tid=188&tid=192&tid=199&tid=97
Frétt Onering.net: http://www.theonering.net/staticnews/1068655898.html
Ég held að þó að það sé leiðinlegt að heyra að ein aðalpersóna myndana sé klippt út að þá verði maður að treysta Peter Jackson í þessum málum. Hann er búinn að fara vel með þennan mikla bókmenntabálk og ekki trúandi til annars en að halda því áfram.
Það kemur fram í þessum fréttum að Christofer Lee (Saruman) og Brad Dourif (Grima) ætli ekki að mæta á frumsýningu myndarinnar enda hafi þeir ekkert þar að gera, en skv. aðdáendasíðu Christofers Lee er það rangt haft eftir honum.
Síðan er bara að sjá hvort að þetta standist þegar myndin verður frumsýnd þann 26. des hér á landi.
Xavie