Glamdring (Foe-Hammer, Beater), var búið til einhverntímann á fyrstu öld (the First Age), fyrir Turgon, the High King of the Noldor, og Konung Gondolin. Það átti “systur-sverð”, sverðið Orcrist (Goblin-Cleaver, Biter). Þau hafa einhvernveginn komist úr rústum Gondolin og væntanlega flakkað um Beleriand þvert og endilangt í höndum margra mismunandi eigenda, þangað til að tröllin Bill, Tom og Bert, drápu einhverja sem voru með þau, og komu þeim fyrir í helli sínum. Þaðan voru þau svo tekin af Gandalf, Bilbo og dvergunum, þegar þeir höfðu sigrast á tröllunum.
Sá máttur fylgdi þeim að alltaf þegar óvinur nálgast, þá glóa þau hvít, ekki aðeins um eggjarnar eins og Sting gerði, heldur allt blaðið.
Saga Glamdring, eins og við þekkjum hana, endaði þegar Gandalf fór með það yfir hafið, til Amanslands. Orcrist, á hinn bóginn, er ennþá til hér í Middle-Earth, þar sem það var lagt á steinkistu Thorin Oakenshields, í miðju Erebor-fjalls. ;)
Ég veit ekki hver þýðingin á Glamdring er, en fyrst að þú spurðir þá er hér smá útskýring frá The Encyclopedia of Arda; “Actually, the literal translation of glam is ‘noise’, not ‘foe’. ‘Foe-hammer’ comes from glamhoth dring, ‘noise-host hammer’ - glamhoth is an Elvish term for Orcs”.
-turamba