Þeir sem ekki hafa lesið lotr bækurnar ættu ekki að lesa þetta fyrr en eftir þeir hafa séð seinustu myndina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þega r mynd er gerð úr bók er augljóst að það verður eitthvað um söguþráðsbreytingar. En stundum er full miklu bætt inn í. Mér fannst The fellowship of the ring halda sig nokkuð vel við söguþráðinn en mér fannst mesti gallinn vera sá að Narsíll seinna Andúríll er ekki soðinn saman eftir ráðstefnuna í Rofadal rétt áður en föruneytið leggur af stað eins og var gert í bókinni. Ég hef heyrt að Aragorn fái sverðið í The return of the king og að Elrond færi honum. Eina tækifærið sem Elrond fær til þess að færa honum sverðið er þegar Aragorn og Arwén giftast. Mér finnst líklegast að Elrohir eða Elladann synir Elronds færi honum það þegar þeir ásamt 30 fjallarekkum koma að finna Aragorn í Róhans landi og færa honum fána Gondors. ( Hvítt tré í blóma undir sjö stjörnum). Fáninn var saumaður af Arwéni og var hann sendur til hanns sem skilnaðargjöf en ætlaði að yfirgefa Miðgarð en hætti við. Svo heldur Aragorn inn á Dauðraslóð ásamt Legolasi, Gimla. Elrohiri, Elleddann og hinum 30 rekkum. Svo stuttu seinna lýsir Aragorn konugdómi sínum við Erkistein.