hinn Grái(eða eins og hann er kallaður.)
Í fyrsta lagi veit engin rétta nafn Gandálfs. Í öðru lagi veit
enginn hvaðan reglan hanns kom eða hvað hún er (ágiskun
að hún komi frá Alföður?) og einnig er svo mikil dulúð yfir
reglunni. Ég hef bara heyrt um þrjá meðlimi úr þeirri reglu:
Sarúman hinn hvíti, manekkinafnið hinn rauði og Gandálfur
Grái. Hefur Gandálfur vanið sig á þann leyða óvana að hverfa í
tíma og ótíma. (Dæmi: Í The Hobbit þegar karlin fer einhvurt út
í rass og gulrófu við jaðar mirkwoods og dúkkar svo
heppilega upp við byrjun fimm herja stríðsins.) Einnig er bent
til þess að hann Gandi kallinn sé miklu mikilvægari en svo að
hjálpa feitum litlum köllum að labba yfir fjöll, þegar hann
endur holdgast í TTT sem bendir til þess að það komi frá
sjálfum Eri hinum Eina. Einnig er Karlinn mjög sterkur enda
þarf enga smá krafta til að myrða einn Balrogg. Svo er líka
enginn góð skíring afhverju Gandálfur Hjálpaði Thorin
Oaksfield. Ég veit það ekki… kannski tengist það einhverju
plotti, kannski er hann bara góður ævintýra sjúkur kall en
kannski er þetta bara ævintýra fídusinn sem Hobbitinn átti að
hafa: Ekki tengt neinum Völum eða Mayum eða einhverjum
helvítis hringvomum niðrí bæ… Líklega væri best ef Meistari
Tolkien væri en á lífi… En það er ekki svo. Svo ég vil endilega
fá álit ykkar á þessu.
Undirritað: HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi