Ég skrifaði þetta þegar ég átti að gera ritgerð um Hringadróttinssögu, eða er kannski betra að kalla þetta útdrátt? Skiptir; en ég skrifaði einhverjar línur um Tolkien


J.R.R. Tolkein var snillingur á sínu sviði. Hann skapaði heilt tungumál og heilan heim sem margir hafa lifað sig inní með því að lesa Hobbitann, Hringadróttinssögu og Simerilon. Hann samdi mörg ljóð í samhengi þessara bóka og voru þau meistaralega vel samin og þegar þau voru þýdd á íslensku voru þau vel ort upp á ný. Hann samdi Hringadróttinssögu á árum seinni heimstyrjaldarinnar en fólk sagði við hann að það væri engin von að þetta yrði gefið út en þegar hann var búin með þrjú bindi voru þau gefin út. Hann var alveg frábær rithöfundur og gerði hvert smáatriði svo að það passaði inn í. Hobbitinn var upphaf Hringadróttinssögu og en Saga Miðgarðs og Simerlion fyrir þá sem vildu vita meira um þennan heim kom ekki út fyrr en hann lést.
Margir héldu því fram að Tolkein hafi líkt þessari sögu við Heimstyrjöldina síðari en hann segir að svo sé ekki. Hann sagði að ef þetta ætti að vera í anda heimstyrjaldarinnar hefði Sauron búið til annan hring og allt hefði farið í eymd og volæð.
Hringadróttinssaga eru þrjú bindi sem eru raun tvær bækur í hverju bindi og svo í lok þriðja bindi er viðbætir eitt og tvö en þar er sögð saga Gondor, Róhans, Dverga og álfa í stuttu máli einnig þar sem er tímalína sem maður getur séð hveær ákveðnir atburðir gerðust og hvenær ákveðnir atburið eiga að gerast en eru ekki nefndir í bókunum.
Tolkein leit á Hringadróttinssögu sem kristilegt rit. Allar eða flestar persónur í bókinni er hægt að svipa til einhverrar perónu í Biblíunni. Til dæmis Galadríel. Þega hann var að skapa hana var hann alveg örugglega að hugsa um Maríu mey. Sauron er fallinn Maji líkt og Lúsífer er fallinn engill, það er að segja djöfullinn. Boromír freistast af hringnum líkt og iðrast hann til dánarstundar líkt og Júdas.
Tolkein er einn merkasti höfundur 20. aldarinnar og var hreint og beint snillingur að geta skapað nýja veröld, nýtt tungumál og nýjar verur, hobbita.

Þetta er kannski gamalt í augum sumra en þetta er þó eitthvað. Og endilega segið hvernig ykkur fannst þetta og segið mér ef það eru einhverjar villur hérna…

takk fyrir, Saga