Það var allt svo dautt hérna og lítið talað um Tolkien sjálfan, að ég ákvað að finna ýmislegt um hann og skrifa grein.

Tolkien heitir fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien. Hann fæddist 3 janúar árið 1892 í Bloemfontein í Suður-Afríku en fluttist snemma til Englands. Tolkien hafði mikinn áhuga á öllum fornalda- og miðaldasögnum, þar á meðal Arthúrssögnum, Bjólfskviðu, Tristanssögu, Íslendingasögum, Snorra-Eddu og hinni finnsku Kalevala.
Áhuginn var orðinn nokkuð mikill þegar hann ákvað að gamni sínu að semja ímynduð forn tungumál álfa, dverga og manna og byrjaði seinna að skapa heim þar sem Álfar, Dvergar og Menn töluðu þessi tungumál og sagði sögu þeirra.
Fyrsta sagan sem hann skrifaði var Hobbitinn. Hún kom út 21. september árið 1937. Bókin seldist vel og fékk ýmis verðlaun fyrir. Hobbitinn hefur verið þýddur á 25 tungumál og hafa verið seld um 35 milljón eintök af honum.
Eftir langa bið gaf hann út Hringadróttinssögu, sem flestir þekkja.
Þegar hann dó árið 1973 lét hann eftir sig gífurlegt magn af sögnum sem áttu að gerast löngu fyrir tíma Hringadróttinssögu, alls voru þetta um 60 000 blaðsíður. Þetta efni hafði aldrei verið gefið út. Þá kom einnig í ljós að Tolkien var ekki með það á hreinu hvenær hann átti að hætta og var til dágóður bunki af ókláruðum sögum.
Cristopher Tolkien, sonur hans lét seinna gefa út Silmerilinn árið 1977 og Unfinished Tales úr þessum sögnum föður síns.


Heimildir: http://www.isholf.is/hringur/tolkien.htm

Þetta er ekki bara copy/paste heldur svona úrdráttur úr greininni sem ég fann.