Er ekki sammála þér þar. Er mjög ánægður með hvernig PJ kom Arwen inn í söguna.
Hér er gamall póstur minn um þetta:
Peter Jackson vildi koma því inn í kvikmyndirnar söguna af Aragorn og Arwen. Sú saga er í viðaukunum sem Tolkien skrifaði og er í mörgum útgáfum staðsett í lokin á þriðju bókinni sem sér kafli.
Peter Jackson hefur nokkurn veginn bara tekið þann kafla og komið honum inn í myndirnar með nokkrum breytingum. Jú Arwen skiptir vissulega oftar um skoðun um hvort hún eigi að giftast Aragorni eða fara til Valínór, en hún geri í bókakaflanum en það er nú bara til að gera þetta aðeins áhugaverðara og og varpa dálitlu ljósi hversu erfið ákvörðun þetta hafi verið hjá henni.
**Í framhaldi er spoiler ef þú hefur ekki lesið Return of the KIng bókina****
Svo verður þú líka að athuga að í þriðju bókinni á brúðkaup Aragorns og Arwenar sér stað. Nema þú viljir sleppa því (sem PJ vildi ekki gera) þá verður þú að athuga að það verður að kynna aðeins persónu Arwenar betur en gert var í sögunni sjálfri. Það gengur einfaldlega ekki að einhver algerlega óþekkt persóna giftist Aragorni í lokin.
PJ ákvað að nota tækifærið til þess að kynna persónuna og setja sögu Aragorns og Arwenar frá viðaukunum inn í myndina.
Mér fannst þetta mjög vel gert í The Two Towers þó kannski örlítið of mikið.
Nú er þriðja myndin að koma og aðal“hlutverk” Arwenar í sögunni kemur loksins til sögunnar: þ.e.a.s. brúðkaupið á sér stað.
Til að þetta gangi nú allt upp og verði í samræmi við það sem var í annarri myndinni þá verður nú aðeins að minna á Arwen aftur.
Ekki síst vegna þess að Arwen sást halda með hinum álfunum í vesturátt í lok The Two Towers. Hún verður náttúrulega að snúa við ef hún ætlar að giftast Aragorni. PJ ákvað að láta hana verða veika , greinilega vegna þess að hún geti ekki trúað því að hún sé að yfirgefa Aragorn. Hún heldur því í átt að Rivendell á ný og ákveður að bíða og sjá hvort að Sauron sigri eða Aragorn.
Ég er satt að segja nokkuð ánægður með þessa leið.
Þetta þýðir að öllum líkindum ekki mikið meira en 4-5 mínútur í myndinni eða meira og svo kannski aðeins meira þegar hún kemur í brúðkaupið sitt.
<br><br>
———————————–
<a href="
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a