Maður tekur ekki mikið eftir trúardýrkun í Hringadróttinssögu en maður fræðist um þetta allt saman í Silmerlinum.
Trúin hefur að mestu leyti snúist um Valana og Álfarnir tilbiðja til dæmis Vördu mikið eða Elbereth (eins og í laginu sem þeir syngja: Ah Elbereth Giltioniel, o silívren penna míriel).
Í Silmerlinum kemur fram að Dvergarnir héldu sérstaklega mikið upp á Valann Ála en það var einmitt Áli sem skapaði Dvergana.
Ég veit ekki með Mennina. Þeir virðast frekar tilbeðið forfeður sína á einhvern hátt en annars þá minnir mig einnig að þeir hafi almennt vitað að þeir væru dauðlegir og þeirra biði ekkert framhaldslíf.<br><br>
———————————–
<a href="
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a