Það var Hobbitinn sem gerði Tolkien að þekktum rithöfundi en þegar Hringadróttinssaga kom út varð hann enn frægari og sérstaklega frægur í Bandaríkjunum. Hann væri kannski ekki eins frægur og hann er í dag en þetta er stórt bókmenntaverk og hann skrifaði miklu meira, þó hann gæti kannski ekki komið því fyrir almenningssjónir í lifanda lífi. Christopher sonur hans hefur gefið út helling af efni eftir hann svo sem Silmerillian, Unfinished tales og History of Middle Earth sem eru ein 12 bindi. Það hafa líka komið út eftir hann smásögur og barnabækur ekkert tengdar Miðgarði.
Mér finnst ekkert skrýtið þó að fólk sé frægt eftir eitt verk, ef það er gott. Það væri bara asnalegt ef J.K. Rowling væri ekki fræg af því að hún hefur ekki skrifað fleiri bækur en Harry Potter. Sömuleiðis með Jennifer Aniston, hún hefur leikið í 9 ár í einum vinsælasta sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum ef víðar væri leitað. Hún hefur líka leikið nokkrum bíómyndum sem hafa orðið vinsælar, þó svo að þær séu ekki beint góðar.
Þetta er nokkuð fáránleg spurning, Tolkien er mjög frægur aðalega vegna LotR, en þær bækur gerðu hann frægann. Ég sé bara ekkert að því að einhver verði frægur fyrir meistaraverk.
<br><br>-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-
Veigur og Gandálfur,
Vindálfur, Þráinn,
Þekkur og Þorinn,
Þrár, Vitur og Litur,
Nár og Nýráður,
nú hefi eg dverga,
-Reginn og Ráðsviður,-
rétt um talda.
<i>-Völuspá-</i>
Skoðaðu ömurlega leiðinlega bloggið mitt <a href="
http://pb.pentagon.ms/bullumvitleysa/">hér</a
.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,