Ég er mikill Tolkien aðdáandi og upp á síðkastið hef ég aðeins verið að glugga í eddukvæði, nánar tiltekið völuspá. Snemma í völuspá er upptalning á einhverjum dvergum sem voru skapaðir af ásunum, og einn af þeim hér Gandálfur. Ég rak náttúrulega upp stór augu þegar ég sá þetta því að ég vissi ekki að Tolkien hefði fengið nafnið Gandálfur upp úr eddukvæðunum! Ég ætla nú bara að minnast á þessi tengsl og spyr einnig: Er þetta uppruni orðsins og ef svo er afhverju er nafnið þýtt úr ensku sem Gandalfur en ekki Gandálfur…?<br><br>Því meira sem maður lærir, því minna veit maður
-Sókrates
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður