Yndislegt ævintýri!!!
J.R.R Tolkien er einn mesti snillingur sem uppi hefur verið, frá mínu sjónarhorni hefur þessi maður skapað heim ævintýra og það eru því miður margir sem hafa ekki nægt ýmindunarafl til að njóta þess með okkur hinum. Bæði bækurnar og bíómyndirnar Hringadróttinssaga eru hreint út sagt frábærar, þá er ekki endilega verið að tala um tæknibrellurnar í myndunum heldur bara söguþráðin og persónurnar, enda finnst mér ekki alltaf skipta máli að allt sé sem tæknilegast maður á nú að geta notið þess að horfa á myndir án þess að vera að spá í hinum og þessum tæknibrellum og villum, ef maður getur það ekki þá er maður bara smámunasamur. Svo er líka ágætt að fá smá fjölbreytni í kvikmyndaheiminn, svona ævintýri standa alltaf fyrir sínu. Og hvað með það þótt myndirnar séu ekki alltaf nákvæmlega eins og bækurnar? Þá er bara að lesa bækurnar og horfa á myndirnar gæti ekki verið auðveldara!!!!!!