Emm… í fyrsta lagi held ég að þú sért að ruglast á Morannon og Pelennor Fields. Það er nefnilega til orðrómur um að Sauron muni koma fram við Myrkrahlið og mæta Gondormönnum og eiga þar einvígi við Aragorn.
En sá orðrómur er ekki byggður á neinu.
Þetta eru eiginlega frekar vangaveltur vegna orða Arwenar í FOTR: “You will face the same evil (einsog Isildur) and you will defeat it”
Hins vegar er nokkuð ljóst að PJ ætlar að sýna okkur Sauron aftur og það líst mér mjög vel á. Eins og hann segir þá gengur eiginlega ekki að við fáum aldrei að sjá vonda kallinn í sögunni.
Það sem heimildarmenn segja innan WETA, New Line og fleiri stöðum er að í lokabardaganum við Myrkrahlið þá muni Sauron koma fram, stara á hina óboðnu gesti og skipa svo mönnum sínum að ráðast á.
Þegar Sauron hins vegar finnur allt í einu fyrir Hringnum rétt hjá Mount Doom sendir hann Nazgúla sína á stað (eins og í bókinni) og þegar hringnum er eytt þá deyr Sauron á vígvellinum fyrir framan alla.
Það er engin ástæða til að byrja hafa áhyggjur. Það eina sem PJ hefur sagt er að Sauron muni koma fram í ROTK. Einvígi Saurons og Aragorns er áreiðanlega bara tilbúningur (alla vega ekkert komið fram um það).<br><br>
———————————–
<a href="
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a