ég rakst á gamla syrpu (nánar tiltekið nr. 77) sem er með sumstaðar beinar eftirlíkingar af Hobbitanum hans Tolkiens.
Mér gramdist mjög við að sjá þetta. T.d. má nefna að þar kemur fyrir gamall maður í gráum kufli sem ber hatt og hefur galdrastaf í fórum sínum. Hann heitir Sandálfur.
Hann setur eitthvað merki á dyr Andrésar, og það merki er einmitt lógó J.R.R.Tolkiens.
Nokkrir dvergar koma í heimsókn og éta hann útá gaddinn. Andrés platast í einhverja sendiför í einhverjum galdraheimi og á að bjarga veröldinni. Þar er einhver álfa svikari sem hefur stolið einhverju hálsmeni og er nú að breytast í veru mjög líkri Gollri.
Kíkið á þetta og segjið hvað ykkur finnst<br><br>þannig var nú það