Ok þetta er kanski of stutt til að vera grein er ég held að þetta sé þess virði.

Allavega þá gerði ég smá uppgvötun, kanski vitið þið af þessu en ef þið takið kort af Middle-Earth og snúið því á kvolf, skoðið síðan kort af norð-austur hluta íslands, þ.e.s. frá Vopnafirði til Seiðisfjarðar þá kemur nokkuð merkilegt í ljós, þetta er nokkvurnvegin eins, er það ekki? :-)

Og líka annað, Staðurinn þar sem Eigilstaðir og allt þar í kring er, er þá staðurinn þar sem “The Shire” eða Héraðið er þá í Middle-Earth. Þeir sem þekkja til á austfjörðum (ég sjálfur bjó þar frá 0-8 ára aldurs) vita að Eigilstaðir og allt þar í kring er kallað “héraðið” og þá er talað um “að fara upp á hérað”. En það getur vel verið að þetta sé bara tilviljun.
————————————————