Já, flestar breytingarnar eru ekkert sérstakar. T.d. er alltof mikið gert útá ástarævintýri Aragorns og Arwenar. Eins og í fyrstu myndinni þá kom hún að sækja hobbitana þegar Fróði var að deyja af völdum sársins frá sverði Nazgúlsins. Það pirraði mig dálítið að hún kom.
Í annari myndinni þá endaði saga Aragorns og co. í Hjálmsdýpi en í bókinni fóru þeir til Orþanka og Gandalfur braut staf Sarúmans og Grímur Ormstunga hennti í þá Sjónsteininum. Þessu var alveg sleppt úr bókinni.
Við skulum bara vona að þetta komi í ROTK.