Annað uppkast komið:
—–
Hringadróttinssaga : Tveggja Turna Tal
Önnur myndin í þríleiknum er komin, búið ykkur undir The Lord of the Rings:The Two Towers. Myndin er gerð eftir samnefndri bók J.R.R. Tolkiens sem ber nafnið Hringadróttinssaga:Tveggja Turna Tal á íslensku. Myndin er beint framhald af The Lord of the Rings:The Fellowship of the Ring sem heitir á íslensku Hringadróttinssaga:Föruneyti hringsins.
Fyrsta myndin varð svo vinsæl, að gróði hennar dugði fyrir kostnaði allra myndanna sem voru engir fimmaurar. Til dæmis má taka að alls voru gerðir a.m.k. 1600 hobbitafætur, 300 vopn og 900 brynjur. Þess vegna fer nú allur afgangurinn í vasa framleiðanda.
Tolkien hefur ekki einungis samið Hringadróttinssögu, heldur gerði hann einnig hobbitann, sem er bók sem segir frá ævintýrum Bilbós Bagga. Sú bók gerist á undan hringadróttinssögu, og var einnig gefin út á undan. Þegar Tolkien lést, skildi hann eftir sig fjölda blaðsína. Samtals var fjöldinn yfir 20.000. Sonur hans Christopher Tolkien tók þetta saman og gaf út Silmerillin. Hann fjallar um forndægrin, allt frá upphafi heimsins til grófra drátta hringastríðsins. Seinna gaf Christopher út The Unfinished Tales, og History of Middle-earth bækurnar.
Tolkien samdi mjög mikið í kringum þennan heim, og því er mjög auðvelt að sökkva sér ofan í hann. Það er undarlekt hvað maður getur leitað lengi að einhverju um þennan heim, og verið stöðugt að uppgvöta eitthvað nýtt. Heimurinn er líka það raunverulegur að maður getur nánast skynjað hann, þó að sjálfsögðu með vott af ýmyndun.
Eins og ég sagði gerði Tolkien þennan heim mjög raunverulegann, sem gerir kvikmyndunina erfiðari. Hann samdi a.m.k. 16 tungumál fyrir bækurnar. Þá er ég ekki að tala um neitt bull tungumál, heldur tungumál þar sem gerð var grein fyrir þróun, stafsetningareglum og ýmsu af þeim toga, svo ef tveir einstaklingar sem kunna þessi tungumál ættu þeir að geta ræðst við.
Þá stóð Peter Jackson fyrir svolitlum vanda, því ekki gat hann bara sleppt þessum stóra parti sagnanna. Hann réð því menn sem voru búnir að læra þessi tungumál, til að koma með setningar á álfamáli, og einnig til að hjálpa með framburð nafna.
Ekki er hægt að gera all t nákvæmilega eftir bókunum, því að annars yrði myndin t.d. allt of löng. Ein þessara breytinga er persónuleikabreyting á Faramir. Faramir er hershöfðingi í Íðilju, og sonur stjórnanda Gondors. Hann sem var svo göfugur í bókunum er nú hrokafullur. Ég las þó í viðtali hví hann breytti þessu, og hér er smá bútur af viðtalinu sem var tekið við Peter Jackson og Philippa Boyens. Hér er þó aðeins svar Peters.
Í bókunum var Faramir með hreinan persónuleika og mjög göfugur, en í myndunum er hann með snert af illsku. Hann lætur meira að segja freystast af hringnum.
Peter Jackson: Við stóðum yfir dálitlu vandamáli, í síðustu mynd var stöðugt verið að minna á kraft hringssins, og svo kemur allt í einu einhver maður og segir: „ekki áhuga“ þegar hringurinn er beint fyrir framan nefið á honum. það einfaldlega gengi ekki upp. Einnig fengum við kafla sem auðkenndist af því að Fróði og Sómi voru fangar, og för þeirra virtist misheppnuð.
Ég gef myndinn 4 af 5 stjörnum. Ég mæli með því að allir skelli sér á myndina sem ekki eru búnir að því.
—–
kv. Amon<br><br>_____________________________________________________________________
<b><font color=”red“><i><a href=”http://kasmir.hugi.is/Amon“> kasmir</a> </b></i></font> | <i><b><a href=”mailto:amon_is_amon@hotmail.com">amon_is_amon@hotmail.com</a></b></i