Hlé skemma myndirnar alveg ótrúlega mikið. Einu ástæðurnar fyrir því að hlé er haft í bíó hér á landi eru að þá selst meira popp,kók og nammi. Síðan eru það íslensku “pissudúkkurnar” (fólk sem fær sér of mikið gos miðað við getu þvagblöðrunnar) sem bara verða að “sósíalísera” á klósettinu og pissa saman. Pissudúkkurnar og fólk sem fer í bíó til að borða (nammiæturnar) koma líka oft seint í salinn og eru þar af leiðandi að trufla þá sem eru sestir. (Ég ætla ekki að skrifa um nammipokaskrjáftónleikana sem eru eftir hvert einasta hlé!!).
Erlendis er haft stutt hlé á eftir sýnishornum og auglýsingum og síðan byrjar myndin og er sýnd án þess að gert sé hlé á sýningunni.
Ég var rosalega heppinn í sumar og fékk miða á frumsýningarhelgi Minority Report í Odeon bíóhúsinu á Trafalgar Square í London. Þar var hið ágæta erlenda sýningarfyrirkomulag í gangi og virkaði bara fínt í þessum troðfulla 2500 manna sal. Þeir einstaklingar sem þurftu að sinna no.1, no.2, tóbaks“fíkniefnadjöflinum” eða langaði bara í eitthvað úr sjoppunni þurftu einfaldlega að fara út í miðri mynd hver fyrir sig. Þetta fyrirkomulag virkaði fínt og truflaði undirritaðan ekki neitt (allavegana mun minna en ógeðslegt hlé).
Sýningarsalir bíóhúsana hafa breyst mikið síðan á “hlétímanum” þegar hlé var nauðsynlegt til að fólk fengi ekki fótkrampa vegna þrengsla. Í dag er útsýnið úr hverju sæti mun minna háð því hvort einhver er að labba inn eða út 3 sætaröðum neðar en maður sjálfur. Einnig er bil á milli sæta LOKSINS orðið viðunandi. Afsökunum bíóhúsastjórana (og annara afturhaldsseggja) á því að hlé séu nauðsynleg fer þessvegna óðum fækkandi.
Það er síðan bara sjúkt fólk sem fer í bíó til að drekka kók í 3 klukkutíma.<br><br>Einhverra hluta vegna var ekki meira skrifað??
___________________________________________________