Ég fór í Regnbogann, bíóið á Hverfisgötu, í gær að sjá 007. Út af fyrir sig er það ekkert merkilegt nema fyrir þann eina hlut að þar sá ég auglýsingu um eina TTT forsýninguna enn, nema þessi er soldið öðruvísi en hinar! Hún er þannig að 20. des. klukkan sex er sýnd tFotR eins og hver önnur mynd með tilheyrandi hléi en eftir að hún er búin er boðið upp á pizzur og kók (að mér skildist) og að því loknu er fólkinu dembt beint í tTT! Þannig að þar gefst fólki kostur á að sjá báðar myndirnar í röð í bíó, sem er SNILLD! Ég gat ekki annað en keypt mér miða en hann kostaði ekki nema 1500 kall, eða 1000 kalli minna en NEXUS sýningin. En sú sýning er að vísu viku áður en samt… bara sona að láta vita!
-turamba