Er einhver sem veit þetta:
Þegar ég sá myndina fyrst fór það alveg rosalega fyrir brjóstið á mér atriðið þar sem góði vitri fullkomni álfakóngurinn reynir að fá vonda vonda manninn (Isildur) til að henda hringnum og hann neitar að henda honum í dyngjuna. Fannst alger óþarfi að koma með þetta.
Svo vorum við að horfa á myndina í gær og þá fórum við að spá hvort þetta atriði væri nokkuð tekið úr Silmarillion? Veit það einhver?
Eigum hana heima en þykir of leiðinleg til að lesa hana ;)
Og bara verð að bæta við að kóngurinn er yfirhöfuð ömurlegur í myndinni. Fyrir það fyrsta heyri ég í hvert skipti sem hann opnar munninn :Mr. Anderson…
Og svo er hann bara allt of unglegur, of hrokafullur og stífur. Alls ekki þessi vitri maður sem birtist í sögunni sjálfri.
Varð að koma þessu frá mér=))
Kisa.