Ég man það ekki alveg hvort að New Line er með hann eða Miramax (þeir fjármögnuðu LOTR á tímabili). Það er alla vega eitthvert þessara fyrirtækja búið að tryggja sér hann vegna kvikmyndun LOTR.
Svo las ég líka að Ian McKellen (Gandalf) hafði sagt að Peter Jackson ráði jafnvel einhverju um það.
Peter hefur líka sagt að það komi til greina að hann geri Hobbitann en ekki strax á eftir LOTR. Eftir LOTR vill hann slappa af, gera eina eða tvær litlar myndir sem gerast á Nýja Sjálandi.
Svo hefur hann líka sagt að það væri reyndar mjög gaman ef einhver annar myndi gera Hobbitann því þá fengi hann þá upplifun að sjá sá sögu á hvíta tjaldinu sem venjulegur áhorfandi en það hefur hann misst af sem leikstjóri LOTR.<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan