The City Of Gondolin Þessi grein er um hina földu borg Gondolin hvernig hún varð til hvernig hún leit út og hvernig hún féll.

Árið 50 á fyrstu öld fóru Turgon sonur Fingolfins konungs álfana og frændi hans Finrod frá sölum Nevrast (norðvestupartur Beleriand). Áfangastaður þeirra var hinn huldi dalur Tumladen sem Ulmo sjávardrótinn ætlaði að leiða þá til. Þar stofnaði Turgon hina földu borg Gondolin, borgin var kláruð árið 126 og allir þeir álfar sem höfðu búið í Nevrast undir hans stjórn fluttust þangað leynilega.
Tumladen var hringlaga dalur falinn af fjöllum allt í kring, áður hafði verið vatn í miðju dalsins og miðjunni var hæð sem hafði verið eyja og nefndist Amon Gwareth.
Gondolin var byggð í minningu borgarinnar Tirion sem lá í Valinor en þar höfðu margir Noldar búið áður en þeir fóru til Middle Earth.
Það tók 52. ár að byggja borgina og er hún var tilbúin var hún skýrð Ondolindë (Quenya sem þýðir \“The Rock Of The Music Water\” betra að þið þýðið þetta bara sjálf) eftir þessari hæð, en á Sindarin er það bara Gondolin (\“the hidden rock\” \“faldi kletturinn\”).
Strax eftir komuna í Gondolin byrjuðu álfarnir að fegra borgina og stækka allt þangað til að hún var sögð getað staðist jafnvel Tirion snúningi.
Aðal merki borgarinnar var \“The Tower Of The King\” \“Turn Kóngsins\” þar sem Turgon bjó sjálfur. Í kringum þennan turn voru gosbrunnar og hafði tveimur trjám verið plantað þar annað gulllitað Glingal og hitt silfurlitað Belthil til minningar um tréin tvö í Valinor (nenni ekki að fjalla um þau).


Í bókinni Unfinished Tales er kafli semm nefnist \“Of Tuor and his coming to Gondolin\” en í þessum kafla er talað um hlið Gondolin sem voru sjö (reyndar líka eitt ysta hlið þannig að átta) og var borgin vel varin með þeim og fjöllunum.

Öll hliðin voru í háum og þykkum veggjum með turna ofaná. Þetta fyrsta hlið kallaðist einfaldlega \“The Great Gate\” og var skorið út úr steini með stórum tréplönkum fyrir og styrkt með stórum járn nöglum. Á veggjunum við hliðina á hliðinu voru steinsúlur meistaralega útskornar. Við þetta hlið var Elemmakil sem var hliðvörðurinn og það var hann sem leyddi Tuor í gegn. Það var löng leið í gegnum fjöllin og tók þó nokkurn tíma. Þegar í gengum þetta aðalhlið var komið þá tók við löng og erfið leið (lengri en þú heldur) í gegnum fjöllin.

Fyrsta hliðið var kallað \“The Gate Of Wood\” (Tréhliðið) því miður hef ég enga lýsingu á þessu hliði.

Hlið númer tvö var kallað \“The Gate Of Stone\” (steinhliðið) engin lýsing á þessu heldur. Við þetta hlið voru margir verðir klæddir í gráar brynjur og fyrir ferðalanga eins og Tuor var einnig matur í einhverjum mæli geymdur þarna (fyrir utan þann sem hermennirnir þurftu að borða).

Hið þriðja var kallað \“The Gate Of Bronze\” (bronshliðið) sem var stórt tvöfalt hlið og á þessu tvöfalda hliði voru skyldir og plötur úr bronsi sem í voru skornar alls kyns fígúrur og skrítin tákn (býst samt bara við að þetta hafi verið hermenn og slíkt). Ofan á veggnum sem hliðið var í voru þrír kassalaga turnar klæddir kopar sem lýstu leiðina upp eins og kindlar.

Hið fjórða kallaðist \“The Gate Of Writhen Iron\” (Hlið herts járns) veggurinn sem þetta hlið var í var svartur og hár og ekki lýstur upp að neinu leyti. Fjórir háir turnar voru ofan á veggnum gerðir úr járni og á milli tveggja innri turnana var gerð úr járni sem var af miklum erni sem líktist Thorondor kóngi arnanna sem vernduðu Gondolin. Bakvið hliðið voru raðir af hermönnum sem voru allir í svörtu járni eins og var einkennandi fyrir þetta hlið þeir voru með löng sverð, stóra skildi, sterka brynja og hjálm sem var í líki arnargoggs

Fimmta hliðið var kennt við silfur \“The Gate Of Silver\” (Silfurhliðið) veggur þess var úr hvítum marmara en hann var lágur og breiður ofan á honum stóðu 200 bogamenn 100 á hvora hönd og voru þeir allir klæddir í hvítar silfur brynjur. Handrið veggsins (þá meina ég svona _| |_| |_ einhvernegin) var úr silfri og skiptist á við 5. stóra hnetti úr marmara, fyrir neðan miðjuhnöttin var mynd af Telperion (annað af trjánum tveimur, það eldra \“The White Tree\”). Hliðið var eins og 3/4 fjórðu partar hrings í laginu og gert úr silfri og perlum sem líktust tunglinu.

Sjötta og næst síðasta hliðið var \“The Gate Of Gold\” (Gullhliðið) veggir þessa hliðs líktust veggjum silfurhliðsins mjög mikið nema að marmarinn var gulur og hnettirnir voru sex og þeir og handriðið úr rauðu gulli. Efst á gullnum pýramída var mynd af Laurelin (hinu tréinu \“The Tree Of The Sun\”). Hliðið sjálft var skreytt með gullnum plötum sumum í líkingu sólargeisla sem og gimsteinum. Við hliðið voru 300 bogamenn í gylltum brynjum, með stóra skildi og með hjálma sem út úr stungust gylltar fjaðrir.

Sjöunda og síðasta hliðið kallaðist \“The Gate Of Steel\” (Stálhliðið) en þetta hlið var smíðað eftir Nirnaeth Arnoediad (sjá neðar) á meðan hin voru smíðuð fyrir. Það var enginn veggur þarna en á hvorri hlið voru tveir hringlaga turnar mjög háir með mörgum gluggum í, á milli turnanna var mikill girðing (kannski ekki girðing heldur svona plata) úr stáli (það er mjög erfitt að lýsa þessu svo ég hvet alla til að lesa þennan kafla og reyndar bara Unfinished Tales alla). Það voru sjö stál súlur á milli platnanna (áðan kallað girðing) þessar súlur voru háar og sterkar og enduðu í beittum oddum (þessar voru í einskonar nálslíki). Þessar plötur voru sjö milli hverrar súlu og á milli hverrar plötu fjörutíu og tveir stálbitar (ekkert smáhlið). Í miðjunni fyrir ofan súluna í miðjunni var mynd af kórónu Gondolin skreyttri demöntum. Það var engin eiginleg hurð heldur varð hliðvörðurinn (ekki sá sem var nefndur áðan heldur hliðvörður þessa hliðs) að opna það sérstaklega með því að snerta plöturnar og þá opnaðist hliðið frá innan.

Eftir byggingu Gondolins liðu 2. aldir hamingju í borginni Morgoti var haldið í skefjum í norðri og fólkið í Gondolin lifði rólega óáreitt af atburðum utan borgarinnar. En hamingja endist ekki að eilífu, systir Turgons Aredhel ákvað að hún vildi fara úr borginni til að ferðast um heiminn, Turgon var ekki sáttur við þetta en leyfði henni samt að fara. Stuttu eftir að hún fór komu verðir hennar aftur og sögðu að hún hefði horfið í hinum myrka dal sem nefnist Nan Dungortheb.
20. ár liðu og svo birtist hún aftur og kom þá með barn sitt Maeglin sem hún hafði eignast utan veggja Gondolin. Maeglin sætti sig við Turgon sem höfðingja sinn og féll ágætlega inn í samfélagið þar. Vandamálið var það að faðir hans Eöl hafði elt hann og Aredhel og hafði verið handsamaður við innganginn. Eöl sammþykkti Turgon ekki sem höfðingja og kaus frekar dauða hann ætlaði að drepa sjálfan sig og son sinn Maeglin líka. Hann henti eitraðri pílu í áttina að Maeglin í stað þess að hitta hann fór pílan í Aredhel og varð henni að dauða. Refsing hans var að vera hent niður Caragdûr sem var svartur klettur norðan megin við Gondolin (veit ekki alveg út á hvað það gekk en samt örugglega ekki þægilegt). Maeglin átti engan þátt í þessu þannig að Turgon sætti sig við hann eins og hvern annan þegn og hann varð að miklum bardagamanni og vitrum fræðimanni.
Í meira en 100 ár eftir dauða Ardhelar og Eöls var aftur fullkomin friður í Gondolin en á þessum tíma voru varnir Noldana að veikjast og ekki langt þangað til að Morgot myndi brjóta varnir þeirra sem höfðu haldið honum föstum inn í Angböndum lengi vel. Svo gerðist það bardaginn sem kallaður er Dagor Bragollach gerðist og varnir Noldana brustu, fólkið í Gondolin átti engan part í þessu en var dregið inn í atburði þessa tíma er tveir menn að nafni Húrin og Húor týndust við siðri hlið fjallana sem umkringdu Gondolin. Thorondor sem var leiðtogi arnanna sem vernduðu Gondolin frá óboðnum gestum fór með þá til Turgons og að frumkvæði Ulmos vatnadróttins þá voru þeir samþykktir inn í Gondolins af Turgoni. Þeir voru í Gondolin í ár áður en þeir fóru aftur til síns heima þetta góðverk sem Gondolin búar frömdu var fyrsta skrefið í átt að eyðileggingu borgarinnar.
Nú samdi Turgon nýja stefnu til hjálpar álfunum en hún var að senda fólk hans yfir til Valinor til að byðja um hjálp þetta gekk ekki fyrr en sonarsonur hans Jarendill með komst yfir með hjálp Silmarellisins. Þegar tíminn leið eftir Dagor Bragollach þá byrjuðu álfarnir að safni liði í svona mótárás (Counter-strike).
Í leyni var Turgon líka að safna liði. 14. árum eftir að varnir Nolda höfðu fallið og 350. síðan borgin var byggð fóru Gondolin búar loksins í stríð. Þar fóru Turgon og 10.000 hermenn betur til að hjálpa hinum Noldonum í stríði þeirra gegn Morgoti.

Borgin var semsagt falin frá umheiminum allt til ársins 471 þegar Nirnaeth Arnoediad skall yfir (The Battle of Unnumbered Tears).
Sá bardagi var sá fimmti og seinasti af hinum miklu bardögum sem voru háðir í Beleriand á fyrstu öld. Í honum vildu Nolda álfar og þeirra bandamenn Edánir? (the edain, sem seinna fengu Númenor til sinna yfirráða) steypa Morgot (hinn fyrsti myrkradrótinn) af stóli en í lok bardagans kom í ljós að þetta var þeirra mesti ósigur.
Þar komu herir Gondolin fyrst út úr borginni, stærsti hluti hersins var drepinn en Turgon náði að komast aftur til Gondolin með hjálp Húrins Thalion (faðir Túrins sem drap Glaurung sjá grein http://www.hugi.is/tolkien/greinar.php?grein_id=46370 og frændi Tuors sem ég kem betur að á eftir).

Morgot komst samt ekki að staðsetningu Gondolins fyrr en árið 510 þegar álfurinn Maeglin sem var í haldi í Angböndum (Angband, virki Morgots)sagði frá staðsetningu borgarinnar.
Seinna sama ár réðust herir Morgots á borgina og þar dóu flestir þeir álfar sem þar bjuggu og meðal annara Turgon. Þessa árás leiddi Gothmog (aðalbalrogginn og svona númer tvöinn hjá Morgot ásamt auðvitað Sauroni) en hann dó einmitt í þessari árás er hann hitti Ecthelion(einn af aðalbardaga álfunum í Gondolin, í rauninni bara þekktur fyrir þetta) við gosbrunnina sem ég talaði um áðan og háðu þeir mikið einvígi sem endaði þannig að þeir dóu báðir.
Þessi árás var þannig að herir Morgots fóru yfir fjöllin þar sem þau voru hæst og þar sem minnst gæsla var og ennfremur á hátíðardegi, í þessari árás senti Morgot alla dreka, orka, balrogga og úlfa sem hann hafði til yfirráða og Gondolin átti engan séns í þessu.

Með þeim fáu sem lifðu af voru Tuor og Idril ásamt barni þeirra Eärendil (Jarendill). Tuor hafði komið til Gondolin sem sendiboði Ulmos, meðan hann bjó þar giftist hann dóttir Turgons, Idril.
Í árásinni barðist Tuor við Maeglin en hann hafði komið með her Morgots og endaði með því að Tuor drap hann.
Er ljóst var að Gondolin myndi falla leiddi Tuor hóp Gondolin búa með sér burt frá borginni í gegnum leynileið (Cirith Thoronath) hátt uppi í fjöllunum (Idril var í þessum hópi).
Þar barðist Glorfindel I (ekki þessi í Lotr) við balrog og dó hann þar en ernirnir komu til bjargar og drápu balrogginn.
Eftir að Gondolin féll bjuggu þau með the exiles (veit ekki íslensku þýðinguna) sem voru þeir álfar sem höfðu lifað af fall borgarinnar.
Þegar hann fann elli sækja að sér byggði hann hið mikla skip Eärramë og sigldi á því ásamt konu sinni í vestrið (Valinor).


Vegna lengdar greinarinnar nennti ég ekki að fara yfir stafsetningarvillur svo ég vona að þið farið ekki að tala um það og ennfremur vona ég að ykkur þyki þetta fræðandi grein.

Wasted