Jæja, ég samdi hérna á huga áður fyrr 10 gátur um persónur úr hugarheimi Tolkeins. Þetta eru litlar gátur í ferskeytlu formi sem öllum er velkomið að svar hérna fyrir neðan eða koma með sínar egin. Ég er ekki eins fróður og þið flest um Tolkien svo ég bið ykkur að fyrirgefa en þó tel ég þetta nokkuð fjölbreitt val á persónum. Seinna mun ég birta rétt svör hérna fyrir neðan. Fyrri gátur mínar eru hérna einhverstaðar í greinayfirleitinu. Það eru engin verðlaun þvímiður, í boði, ja.. nema auðvitað heiðurinn sem er gífurlegur :)

Þetta framhald af fyrri keppninni.

11.
Vitur var hann mjög,
vinsæll meðal álfa,
þekkti stríðsins drög,
fékk þá þrjá sjálfa.
(tvö hugsanleg svör)

12.
Þótt vinur afmæili ætti,
þá vildi hann ekki gefa.
Eitthvað af illum mætti,
fékk hinn til að kreista hnefa.


13.
Grafinn er með hnoss,
eftir langa og erfiða leit.
Fékk lánuð vinar hross.
Hvílir í fjalls grafreit.


14.
Kennd er við bólstað sinn
og ekki slæmur er.
Einn með skegg kom inn
og því hluta hennar ber.


15.
Hékk í eimd og beið,
höndin kirfilega föst.
Tíminn lengi leið,
til hann heyrði hörpuþröst.


16.
Með soninn var hann mættur,
til að kljá hvað skyldi gera.
Sonurinn var sem dvergur bættur,
því fór með þeim sam átti að bera.


17.
Látinn næstum brenna,
ef ekki væri fyrir smáan.
Það var föðurnum að kenna.
Hafði séð her, járnum gráan.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."