Eins og flestum þá fannst mér The Fellowship of the Ring mjög vel heppnuð kvikmynd. Einnig hef ég ávallt verið hrifinn af bókinni. Ég held að sé mjög erfitt að gera kvikmynd út frá bók og gera alla ánægða en Jackson virðist hafa komist mjög nærri lagi, alla vega með fyrstu bókinna. Nú er oftast verið að tala um jákvæðu hliðarnar en nú spyr ég, hvað hefðir þú gert öðruvísi. Persónulega, þá voru nokkrir hlutir sem ég læt fara í taugarnar á mér eftir að horfa á hana nokkrum sinnum. Flest eru smáatriði sem skipta ekki sköpum en ef ég ætti að nefna eitt sem ég hefði vilja lagfæra væri það tónlistin!
Þrátt fyrir að vera mjög góð þegar hún á við þá er svo mikið af henni að það er varla andartaksþögn í allri myndinni. Tónlistin er mjög góð í flestum action atriðum en inn á milli er hún væmin, óviðeigandi og frekar leiðinleg. Það virðist vera orðin regla með þessar big budget myndir að verði alltaf að vera eitthvað flautu væmnishjal a la Hans Zimmer í bakgrunninum þegar ekkert er að gerast. Hobbit lagið var td alltof væmið og ofnotað í myndinni. Hefði helmingurinn verið klippt úr myndinni væri ekkert hægt að finna að tónlistinni. Nú hef ég ekki heyrt neinn finna út á þetta og er nú að forvitnast hvort ég sé einn með þessa skoðun.
Það má nefna annað sem mér fannst hefði mátt vera betra en sem mér finnst ekki skipta miklu máli: Mér fannst einum of mikið af action í myndinni. Td fannst mér engin ástæða til að gera climax úr orc bardaganum í lokin. Ég lít á Moria sem climax bókarinnar og held að myndin hefði verið betri þannig. Þegar kom að loka-bardagunum var ég orðinn svolítið tjúnaður út til að nota góða íslensku.
Jújú, svo eru önnur smáatriði eins og hvernig Weathertop atriðið í myndinni gerir lítið úr Ringwraiths (í bókinni er þetta atriði svolítið opið til túlkunar en mér finnst Jackson&co hafa mistúlkað) og hvernig Gandalf fær stafinn sinn aftur en ekkert stórmál.
Svo maður tali aðeins jákvæðara þá finnst mér merkilegt að ég geti ekkert fundið út á casting eða útlit myndarinnar. Einnig, ólíkt öðrum, þá er ég sammála flestum breytingum sem Jackson gerir á bókinni. Td að breyta Glorfindel í Arwen og sleppa Bombadil.
Það verður gaman að sjá TTT en ég vona að þeir detta ekki í þá gryfju að hafa hana ofmettaða af tæknibrellum og action-i. Alla vega út frá sýnishorninu þá virðast þeir ætla sýna allt action-ið sem Tolkien bara lýsir í annarri bókinni.