Þeir sem að hafa áhuga á heimi Tolkiens og hefur langað að læra eitthvað tungumál þá hefur trúlega ekki fariðp framhjá neinum síðan Ardalambion. Það er linkur þangað einhvers staðar á Huga og ég fann hana þar. Neðst á síðunni er listi yfir ýmis þýðingar á síðunni. Þar er hægt að fá síðuna upp á þýsku, spænsku og ýmis öðrum tungumálum. Ég var að skoða þetta áðan og datt í hug að það væri hægt að þýða þetta yfir á íslensku.
Nú veit ég alveg að það er mikið verk og umfangsmikið en ef að við sofnum kannski lítinn hóp sem að ákveddi sín á milli hvað hver ætti að gera þá er þetta vel framkvæmanlegt.
Í þennan hóp myndum við aðeins safna mjög slingu enskumælandi fólki og helst fólk sem að hefur átt heima í enskumælandi landi.
Þetta var hugmynd og ég gæti vel hugsað mér að taka þátt í slíkri þýðingu. Þó að ég sé aðeins 13 ára þá bjó ég lengi í Bretlandi og kann rosalega mikla ensku.