Nú fer óðum að styttast í frumsýningu The Two Towers eða Tveggja turna tal. Maður er farinn að pæla í því hvernig myndin verður og hvaða atriðum verður sleppt o.s.frv. Ég ætla að vona að Peter J. hefur myndina eins uppsetta og bókin þ.e. fyrst saga Aragon og félaga og svo eftir hlé kemur sagan um Gollum og félaga.
ég held að fyrri partur af bók 3 verður styttur eitthvað. Ég tel að hlutinn þegar Aragon fengu hestana og sauruman tók þá verði látinn fjúka og Pippin og Merry sleppa tiltölulega flótt í myndinni.
Ég ætla að vona að sýnt verði frá þegar Gandalf sleppur frá Balroginum og endurfæðist en ekki bara sagt frá.
Bardaginn við Helm´s Gate verður örugglega stórkostlegur og keppnin milli Legolas og Gilmli verður örugglega stór hluti af henni þ.e. að fylgst verður sérstaklega með þeim.
Svo ætla ég rétt að vona að samtalið þegar Gilmli gefur Legolas nýja sýn inn í heim dverga verður.
Einnig er ég hræddur um að bardaginn við Isengard verður ekki sýndur heldur einungis sagt frá honum eins og í bókinni. Það myndi gera mig verulega pirraðan þar sem að mínu mati er hann einn af stórkostlegustu hlutum allrar sögunnar.
Bók 4 er ekki eins löng og bók 3 þannig má gera ráð fyrir því að hléið verði ekki alveg í miðri mynd. Einn að hápunktum bókarinn er spurningin hvort Faromir girnist hringinn eins mikið og bróðir hans og svíki Fródó.
Í Two Towers fáum við fyrst að sjá Gollum alminnilega. Atriðið með fiskinn, sem mér fannst alveg óendalega fyndið, verður nánast pottþétt (vona ég). Ég býst samt sterklega við því að ekki verða eins margar nætur með honum og var í bókinni en samt verður náttúrlega þegar gollumið er að tala við hringinn þegar Fródó er sofandi og Sam að hlera.
Svo væri gaman að sjá Oliphauntið sem Sam talar um og sér því ég náði ekki alminnlega að ýmynda mér skepnuna alminnilega þegar ég las bókina. gaman verðurað sjá hvernig þeir hafa hana.
Ég heyrði að Shelop atriðið verður í 3 myndinni sem mér finnst vera ekki nægilega gott þar sem endirinn á bókinni er snilld og lætur mann vilja meir.
Endilega komið með skemmtileg komment