Fyrir nokkru síðan sendi ég inn á korkinn spurningu sem hljóðaði svo:
“Ég hef mikið verið að pæla.. ..ef hann Sauron hefði nú náð hringnum á endanum.. ..hversu reiður myndi hann verða þegar hann fattaði loks að hann hafði enga putta til að setja hann á?”
Þau svör sem ég fékk fannst mér benda til mikillar vanþekkingu á honum Sauron-i kallinum.
Þar af leiðandi ætla ég mér að skrifa hér grein um hann.
Sauron var maia. Maia-r eru nokkurskonar undirkallar vala sem eru nokkurskonar guðir Middle-earth. Nenni ekki að fara úti það alltsaman hér en maia-r eru sem sagt svona undir-guðir eða bara súper kallar. T.d. voru Wizardarnir, Tom Bombadil og Balrog-arnir maia-r.
Sauron var eitt sinn maia hjá vala-num “aulë the smith” en varð síðan “lieutenant” hjá vala-num Melkor.
Í stuttum orðum var Melkor vondi kallinn. Hann var allt vont í heiminum og hann skapaði orka, tröll, dreka og snéri einhverjum eld maia-um til hins illa svo úr urðu risavaxnir menn sem hnýstu eldi, kallaðir Balrog-arnir. (Þeir voru ekki svona eldgeitor eins og Peter Jackson vildi lýsa þeim.)
Svo Melkor var í svona svaka stríði við allt og alla og var loks.. ..Jah, drepin eða svoleiðiss. Og þannig lauk fyrstu öld sólarinnar.
Á fimmtu öld annarrar aldar kom Sauron aftur fram á sjónarsvið Middle-earth sem Annatar “giver of gifts”. Árið 1500 tældi hann Álfa-smiðina frá Eregion til að skapa Hringina, og gerði sjálfan sig svo hmm, hvað kallaðist það aftur.. Herra hringanna eða eitthvað, með því að búa til “The one ring”.
Í stríði Sauron-s og álfanna 1693-1700 útrýmdi Sauron Eregion og það eina sem stöðvaði hann í að útrýma álfakyninu var koma Númenórean-mannana.
Næstu 1500 árin byggði Sauron upp styrk Mordor og tók undir sig ríkin í austri og suðri. Að lokum árið 3262 lýsu Númenórean-mennirnir stríði á hann og var styrkur þeirra svo mikill að Sauron lét undan og gafst upp, þar sem hann gat ekki sigrað þá með herafla, en honum tókst að spilla þeim, sem leiddi að eiðileggingu Númenor. Í þeirri eiðileggingu missti Sauron sitt fagra form ,en andi hans flúði til Mordor og með Hringnum Eina gerði hann sig að “The dark lord”, hryllilegur stríðsmaður í svörtum stríðsklæðum, brennda dökka húð og hræðileg reikandi augu.
Þrátt fyrir allt var jafnvel þessu líki hans tortímt í enda annararr aldar sólarinnar þegar hringurinn var skorinn af hendi hans eins og flestir vita.
En samt, af því að “the One Ring” var ekki eytt lifði andi Saurons áfram. Árið 1000 á þriðju öld sólarinnar þá reis hann aftur í líki auga, það líktist helst auga risastórs kattar, nema fyllt hatri, baðað eldi og umlukið skugga.
Í nær 2000 ár lifði Sauron í Mirkwood og var einungiss þekktur sem “The Necromanser og Dol Guldur” á meðan hann sendi Nazgúl-a, orka og frummenn móts Dúnedain-unum og vinum þeirra.
Árið 2941 kom Sauron á ný til Mordor og hóf endurbyggingu “The Dark Tower”. Sauron í óhag var það sama ár og Bilbó hóf vörslu sína á hringnum og restina þekkiði flest.
Þegar ég varpaði þessari spurningu minni fram þá bjóst ég bara við að flestir vissu nú eitthvað af þessu.
Annars bara var þetta bara svona djók spurning. Ætli Sauron myndi ekki bara blandast hringnum einhvern vegin.
Annarsk skal einnig mynnst á það að öll þessi grien hoppaði ekki beint útúr hausnum á mér, heldur studdist ég við bókina “A guide to Tolkien” eftir David Day. Snilldar bók sem ég mæli með fyrir þá sem vilja vita meira.
Undiskriftingur