Heil og sæl, bræður og systur!
Nú er ég búinn að vera að renna mér í gegnum trilógíuna góðu sem þetta áhugamál er tileinkað, og það ekki í fyrsta skipti. Eftir því sem ég les meira tek ég eftir því að mér líkar alltaf betur og betur við Enturna (Ents) eins og þeir kallast á íslensku.
Það er alveg magnað hvað Tolkien er mikill snillingur í að lýsa einhverju sem á í rauninni ekki að vera hægt að lýsa. Maður sér til dæmis strax fyrir sér hvernig viskubrunnur Treebeard (Trjáskeggs) blasir við þegar maður horfir í augun á honum og þeim öllum Entunum. Þegar Galadríel og Celeborn tala heyrir maður að þar fara raddir sem hafa vart verið notaðar í tugi eða hundruði ára, og að bak við raddirnar býr eitthvert ægivald sem fátt getur stöðvað.
Nú leigði ég mér LOTR á DVD um daginn og horfði að sjálfsögðu á sumt af aukaefninu. Eitt sem ég hef ekki tekið eftir á neinum screenshots né í treilerum eru Entur. Verða þeir bara ekkert í myndunum eða er Jackson að fela þá til þess að gera þá meira surprise? Það væri a.m.k. geðveikt að fylgjast með þeim rústa öllu umhverfis Orthanc og að sjá trén rífa í sig Orkana í orrustunni við Helm's Deep.
Hafið þið séð eða vitið þið eitthvað um hvernig Jackson leysir þetta?