Heimildir mínar eru www.IMDB.com og www.lordotrings.com
Titill: Ancanar
Leikstjóri: Sam R. Balcomb
Genre: Adventure/Drama/Fantasy
Aðalhlutverk: Gregory Lee Kenyon
Þessu mátti nú búast við, einhver óþekktur leikstjóri hefur tekið upp á því að gera mynd sem gerist í heimi Tolkien. En það áhugaverða er að það eina sem tengir þessa mynd við verk Tolkien eru álfarnir, það eru álfar í þessari mynd og í heimi Tolkien. Síðan nota þeir nafn Tolkien í auglýsingaherferð sinni. Curugon, sem ég hef enga hugmynd hver er segir þetta um myndina: “…………….and perhaps one day Ancanar will earn a place next to the Turin's and Tuor's of this world.”(sá er bjartsýnn)
En nú, myndin sjálf er leikstýrð af Sam R. Balcomb og er þetta fyrsta verkefnið hans. Myndin fjallar um mann að nafni Ancanar sem er eini erfingi Rammoth Valley og sá síðasti í línu Telganan. Faðir hans, Aglanar, var viss um að sonur sinn yrði mikill konungur eftir sinn dag en þegar að Ancanar eldist verður hann órólegur og þreyttur á því að vera haldið innan veggja konungsríki föður síns. Ancanar er í stöðugri leit að einhverju sem enginn veit hvað er(álfaborg). Síðan á endanum deyra faðir hans og Ramoth Valley er í hans höndum.
Þessi mynd á sér enga framtíð og það besta sem ég veit er að eins og er er framleiðsla hennar stopp og ef það finnst ekkert stúdíó þá er hún dauð(hver vill hvort sem er gera svona hræðilega mynd?) En þessi leikstjóri er greinilega nýr og sá sem fer með aðalhlutverkið, Gregory Lee Kenyon, byrjaði leikferil sinn á Unspeakable sem kom 2000. Þessi mynd er bandarísk en hún er í stíl við ástralska/nýsjálenska þætti á borð við Xenya og Hercules.
En í stuttu máli þá er þessi mynd móðgun gagnvart Tolkien og verkum hans og þessi mynd mun vonandi aldrei koma út og ef hún gerir það, fái þá enga athygli.