Nú tekur Galadriel skýrt fram í The Fellowship of the Ring myndinni og The Two Towers teasernum að the Lord of the Rings eigi við Sauron og að the two towers eigi við Orthanc og Barad'Dur. En er þetta ekki bara túlkun frekar en endilega það sem Tolkien hafði í huga?

Nú man ég ekki eftir að bækurnar hafi tekið þetta sérstaklega fram þrátt fyrir að mér gæti skjátlast. Þegar ég las The Two Towers leit ég á turnanna tvo sem Orthanc turninn og svo Hornberg turninn frekar en Barad'dur þar sem sá Hornberg er mun meira í sviðsljósinu. Einnig mætti túlka að The Lord of the Rings ætti við hringinn sjálfan, the One Ring, frekar en Sauron. Mér þótti einmitt skemmtilegt að hægt væri að túlka þetta á marga vegu.

Getur einhver bennt mér á línu í bókinni þar sem kemur fram að The Two Towers séu Orthanc og Barad’dur og að Lord of the Rings eigi endilega við Sauron frekar en hringinn sjálfan? Ef ekki þá er þetta býsna stórt tekið til orða hjá Jackson og félögum.