1. Sköpun dvergana og fyrsta öldin.
Aulë sem að dvergarnir sjálfir kalla Mahal (the maker) skapaði sjö ættfeður dverganna á myrku öldinni þegar að Morgoth réði yfir Middle Earth, áður en Ilúvatar gaf álfunum líf. Hann gerði þetta leynilega án þess að nokkur vissi vegna þess að hann vild fá einhvern sem að hann gæti kennt og hann var óþolinnmóður að bíða eftir fyrstu börnum Ilúvatar. Aulë hafði aðeins óljósa hugmynd um það hvernig fyrstu börn Ilúvatar áttu að líta út. Hann bjó til dvergana eftir sínum eigin hugmyndum. Þar sem að Morgoth réði á þessum tíma yfir allri Middle Earth þá hafði Aulë sérstaklega í huga að dvergarnir gætu þurft að berjast við hann og þar af leiðandi hafði hann þá þrautseiga, sterka og gaf þeim mótstöðuafl gegn eldi og kulda. Þeir urðu hins vegar frekar stuttir og þeim óx mikið skegg. Aulë vildi líka góða nemendur svo að hann gaf þeim löngun til að smíða og móta allt. Hann gaf þeim einnig sitt eigið tungumál, Khuzudul sem að dvergarnir hafa aldrei viljað kenna öðrum og tala aðeins sín á milli.
Dvergarnir hafa alltaf dáð gimsteina og dýra málma og mest og alltaf hafa þeir dáð meira það sem að þeir bjuggu til með eigin höndum heldur en það sem að þeir sáu og fundu í náttúrunni. Þeir voru yfirleitt góðhjartaðrir og heiðarlegir en það voru þó undantekningar á því. Helst urðu þeir svikulir og óheiðarlegir þegar að gull var með í spilinu. Þetta var kallað gullæði og það greip margan góðan dverg og varð mörgum að bana. Frægur er Thorin Oakenshield sem að vildi heldur fara í stríð en gefa hluta af fjarsjóðum sínum.
Ilúvatar fann út að Aulë var að búa til líf áður en að álfarnir komu í heiminn og hann varð mjög reiður. Aulë sá eftir gjörðum sínum. Hann grét og á sama tíma bjóst hann til að drepa ættfeðurna sjö með stórum hammri. Ilúvatar sá þá að dvergarnir höfðu verið skapaðir af Aulë í þeim tilgangi að elska þá og kenna þeim en ekki til þess að stjórna þeim og og láta þá tilbiðja sig. Hann ákvað því að dvergarnir fegju að lifa. En þó ekki fyrr en eftir að álfarnir vöknuðu til lífsins. Dvergarnir sjö voru nú láttnir sofa í djúpum helli undir fjöllunum í Middle Earth.
Á fyrstu öldinni, rúmri öld eftir að álfarnir vöknuðu og stjörnurnar sem Varda gerði risu yfir Cuiviénen í fyrsta skipti vöknuðu hinir sjö ættfeður dvergana. Það er hvergi mynst á nöfn þeirra nema eins, Durin the deathless sem var elstur og hanns ætt varð frægust og mest virt.
Álfarnir á fyrstu öldinni kölluðu dvergana Naugrim (stunted people) dvergarnir sjálfir kölluðu sig Khazád. Þrjú stór ríki dverga risu á fyrstu öldinni. Kazad-dûm í Misty mountains og Belegost og Nogrod í Ered Luin (Blue mountains).Tvær síðarnefndu borgirnar koma meira við sögu á fyrstu öldinni. Það var ekki sérstaklega góður vinskapur á milli álfanna og dverganna á þessum tíma en þeir börðust þó saman gegn Morgoth og báðir græddu mikið á viðskiptum við hvorn annan. Dvergarnir gátu smíðað vopn og brynjur sem voru betri en þau sem að álfarnir áttu. Dvergarnir frá Belegost bygðu Menegroth fyrir Thingol og dvegrar frá Belegost og Nogrod hjálpuðu til við að byggja Nargothrond fyrir Finrod.
Belegost (mighty fortess á sindarin) var kölluð Gabilgathol á Khuzdul og Mickleburg. Borgin var bygð undir austur hlið Ered Luin nálægt Mount Dolmed. Frægustu verk dvergana þar voru að fynna upp hringabrynjuna og að byggja Menegroth fyrir Thingol. Sem borgun fyrir Menegroth fengu þeir perluna Nimphelos. Þeir börðust í fyrstu orrustunni við Morgoth við orkaherinn sem að reyndi að fýa frá Thingol og álfunum. Þeir börðust svo aftur í fimmtu orrustunni Nirnaeth Arnoediad (árið 473), þar voru dvergarnir frá Belegost þeir einu sem að gátu staðið á móti drekunum af því að þeir voru vanir mikklum hita úr smiðjum sínum og þeir gengu með hjálma með andlitsgrímum. Það var Azaghâl konungur Belegost sem að fórnaði lífi sínu til að særða Glaurung faðir drekanna og orsakaði það að Glaurung flúði orrustunna með alla hina drekana.
Nogrod (dwarf dwelling á sindarin) var kallað Tumunzahar á Khuzdul. Borgin var staðsett fyrir sunnan Mount Dolmed. Þeir voru frægir fyrir vopnin sem að þeir smíðuðu, einnig smíðuðu þeir frægt hálsmen sem var kallað the Nauglamír. Frægasti smiður þeirra hét Telchar, hann smíðaði meðal annars Narsil sverð Elendils og Angrist hnífinn sem að Beren notaði til að skera silmaril úr kórónu Morgoths. Thingol bað smiði frá Nogrod um að setja silmaril í hálsmenið Nauglamír. Dvergarnir gerðu það en smiðirnir urðu brjálaðir af gullæði og myrtu Thingol og stálu hálsfestinni og steininum. Þeir voru síðar drepnir af Beren og Dior og the Nauglamir var endurheimt. Dvergar Nogrod börðust líklega í sömu orrustum og dvergarnir í Belegost en þeir voru engu eða síður minna vinsamlegir við álfana.
2. Ætt Durins
Durin I sem að var kallaður Durin the deathless út af mjög löngu lífi hans var sá elsti af hinum 7 ættfeðrum dverga sem að Aulë skapaði. Af honum er komin sú ætt sem að hefur verið kölluð Durin´s folk eða Longbeards.
Eftir að ættfeðurnir 7 voru vaktir af svefni ráfaði Durin I inn í dal nokkurn sem að hann nefndi Azanulbizar og sá þar í vatni nokkru spegilmynd af sjálfum sér með kórónu úr 7 stjörnum. Vatnið nefndi hann Kheled-zâram, hver sem að leit í þetta vatn gat séð stjörnumerkið Durin´s crown sem eð álfar kölluðu Valacirca og við köllum stóra björninn. Stjörnurnar sáust speglast í vatninu þó svo að það væri miður dagur. Enginn annar en Durin I gat þó séð sjálfan sig speglast í vatninu. Í fjöllunum fyrir ofan dalinn fann Durin I djúpa hella og stofnaði þar borgina Khazad-dûm (Khuzudul, þýðir dwarf-mainson. ennig kallað Dwarrowdelf á Westron og Moria á Sindarin.). Khazad-dûm var stæsta og mesta borg dvergana. Hún var byggð undir fjöllunum Barazinbar, Zirak-zigil og Bundushatûr. Undir Barazinbar fannst eina þekkta mithril æðin í heiminum. Í borginni voru margar stórar hallir, margar hæðir dyr á báðum hliðum misty mountains og mjög margar og djúpar námur.
Durin I var eins og áður sagði mjög langlífur og hann lifði út meirihlutann af fyrstu öldinni. Af og til í gegnum söguna fæddist afkomandi sem að var svo líkur Durin I að dvergarnir töldu að þarna væri Durin I endurfæddur. Samkvæmt trú dvergana átti þetta að gerast sjö sinnum og koma Durins VII átti að marka endalok dverganna rétt eins og Durin I markaði upphaf þeirra. Ætt Durins tók lítinn þátt í stríðum og atburðum fyrstu aldarinnar.
Durin II var uppi á annarri öldinni. Ekki er vitað nákvæmlega en hann var allavega við völd þegar að dvergurinn Narvi byggði vesturhlið Khazad-dûm árið 750. Narvi var frægur smiður og góður vinur álfasmiðsins Celebrimor of Hollin sem að bjó til hringana og the Elessar og aðstoðaði við gerð hliðsins. Durin II kom meðal annars af stað friðsamlegum samskiptum við Noldor álfana í Eregion. Á þessum tíma fjölgaði mjög íbúum í Khazad-dûm þar sem að Dvergar frá borgunum Belegost og Nogrod sem að eyðilögðust í stríðinu við Morgoth fluttu margir hverjir þangað.
Durin III var konungur í kringum 1600 á annarri öldinni. Honum var gefinn sá sjöundi og sá öflugasti af dverga hringunum. Það var álfasmiðurinn Celebrimor en ekki Sauron sem að gaf honum hringinn þó svo að Sauron hafi eflaust átt þátt í að búa hann til. Hringarnir höfðu ekki þau áhrif á dvergana sem að Sauron ætlaðist til. Þeir eltust eðlilega og beittust ekki í hringvofur og sauron gat ekki stjórnað þeim. Einu sjáanlegu áhrifin voru þau að þeir urðu gráðugari í gull. Þetta var líklega svona af því að Aulë bjó dvergana sérstaklega til til að verjast gegn valdi Morgoths. Allavega Sauron varð fúll og reyndi allt hvað hann gat til að ná dvergahringunum aftur. hann náði fljótlega tveimur og fjórir enduðu í fjársjóðshrúgum dreka. Sjöunda hringnum sem að var hringur Durins náði Sauron hinsvegar ekki fyrr en árið 2845 þegar að hann handsamaði Thráin II.
Durin IV var uppi 1731-1980 á þriðju öldinni. Árið 1980 voru dvergarnir að dýpka mithril námurnar sínar og vöktu upp Balroginn. Balroginn drap Durin IV og svo Náin I (1832-1981) son hans ári seinna. Eftir þetta flúði ætt durinns og yfirgaf Khazad-dûm. Balroginn varð eftir. Hann var drepinn afð Gandalf árið 3019. Árið 2480 kom Sauron fyrir stórum orka her í Khazad-dûm.
Núna fóru flestir dvergarnir til Ered-Mithrin eða the Gray mountains. Þar byggðu þeir sér nýjar hallir. Sonur Náins, Thráin I (1934-2190) réttmætur konungur ættar Durins fór til fjallsins eina og stofnaði ríkið Erebor (sindarin þýðir single-mountain) árið 1999. Í iðrum fjallsins fann hann stórann gimstein sem að hann kallaði the Arkenstone. Þessi steinn var metin meira en öll önnur auðæfi ættar hans.
Sonur Thráins I, Thorin I vildi þó heldur dvelja í Ered-Mithrin en í Erebor svo að á bilinu 2190-2590 var Erebor ekki aðsetur konunga ættar Durins.
Í þrjá ættliði réði ætt Durins í Ered-Mithrin. Sonur Thorins hét Glóin (2136-2385) sonur hans hét Óin (2238-2488) og sonur hans var Náin II (2338-2585).
Dáin I (2440-2589) sonur Náins var svo drepinn ásamt öðrum syni sínum Frór af cold-drake þegar að drekar úr norðrinu réðust á Ered-Mithrin. Elsti sonurinn Thrór (2542-2790) flúði með þjóð sína og yngri bróður Grór (2563-2805) til Erebor. Frægð og auður Erebor óx nú og dafnaði í næstum 200 ár þangað til að elddrekinn Smaug the golden kom árið 2770. Thrór slapp út um leynilegar bakdyr með fjölskyldu sína en flestir íbúa Erebor voru drepnir af drekanum og öll auðæfi ættar Durins voru töpuð.
Útlægur og niðurbrotinn lét Thrór son sinn Thráin II (2644-2858) hafa hringinn og tók að ferðast um heiminn ásamt vini sínum Nár. Það er mjög líklegt að það hafi verið áhrif frá hringnum sem að drógu hann að lokum að dyrum Khazad-dûm. Þar var hann myrtur af orkaforingjanum Azog og líkami hans limlestur. Þegar að Nár færði Thráin þessar fréttir safnaði hann saman öllum dvergum sem að hann fann bæði af ætt Durins og öðrum ættum og hóf áralangt stríð gegn orkunum. Þetta stríð var kallað the war of dwarves and orcs. Það stóð frá árinu 2793-2799 og endaði í mikilli orrustu í Azanulbizar dal þar sem að Dáin ”Ironfoot” II (2767-3019) sonar sonur Grórs og höfðingi í Iron hills drap Azog. Thráin missti annað augað og Thorin II (2746-2941) sonur hanns fékk viðurnefnið Oakenshield fyrir að nota grein af eikartré sem skjöld og kylfu. Eftir orrustuna vildi Thráinn endurheimta Khazad-dûm en hermenn hans vildu það ekki þar sem að balroginn var ennþá á lífi þó svo að orkarnir væru sigraðir. Meira en helmingur allra dvergana sem að börðust í þessu langa stríði létu lífið og orkunum var svo gott sem útrímt.
Eftir þettað fyllti hringurinn Thráin smá saman af græðgi og hann afréði á endanum að reyna að endurheimta Erebor. Þetta framtak endaði með því að hann var handsamaður af Sauron árið 2845. Sauron tók hringinn hans og Thráin mátti dúsa í díflisum Dol-Guldur til æfiloka. Áður en hann dó kom hann þó út lykli að bakdyrum Erebor og korti í gegnum Gandalf. Gandalfur kom kortinu og lyklinum áleiðis til Thorins.
Thorin fór svo með föruneyti sitt, 12 aðra dverga og hobbitan Bilbo Baggins, og endurheimti Erebor. Smaug var drepinn af manninum Bard frá Dale. Thorin lést svo sjálfur skömmu síðar í the battle of five armies þar sem börðust Dvergar frá Erebor og Iron hills, menn frá Dale, álfar frá Mirkwood, ernir og orkar frá Misty Mountains. Dáin Ironfoot lord of Iron hills tók þá við titlinum king of Durin´s folk og konungsvaldi í Erebor. Hann átti einn son, Thorin “Stonehelm” sem að fæddist 2866. Dáin lést árið 3019 þegar að Erebor var umsetið af easterlings. Hann dó með öxi í hönd verjandi lík vinar síns King Brand of Dale. Að öðru leiti slapp Erebor nokkuð vel út úr hringastríðinu.
Árið 2989 fór Balin sonur Fundins (2763-2994) frá Erebor til Kazad-dûm með hóp dverga tilað endur reisa hið forna konungsríki. Í fimm ár börðust þeir við balroginn og orkaher Saurons. Balin dó við Keled-zâram árið 2994 þegar að hann var skotinn af orka úr leynum. stuttu síðar lokuðust menn hanns inni í Kazad-dûm þegar að orkarnir náðu á vald sitt brúnni og austur dyrunum. Allir létu lífið og ekki svo mikið sem einn dvergur slapp til að koma fréttunum til Erebor.
Balroginn var drepinn árið 3019 af Gandalf en jafnvel eftir það var engin frekari tilraun gerð til að endurbyggja Kazad-dûm.
Gimli sonur Glóins (2879 t.a. –120 f.a.) sem var fræg hetja eftir hringastríðið stofnaði nýtt dvergaríki, Aglarond í Helm’s deep og það komu margir dvergar frá Erebor til að búa með honum. Gimli var frægur fyrir að vera mikill vinur álfa og var hann kallaður Elf-friend. Eftir dauða vinar síns Elessar Telcontar (Aragorn) bjó hann með öðrum vini sínum, álfinum Legolas. Svo er sagt að hann hafi siglt til vestursinns með álfunum og verið eini dvergurinn til þess að gera það í sögunni. Það er hugsanlegt að the Valar hafi leift þetta fyrir tilmæli Galadriel sem á að hafa talað við Manwë og beðið um að Gimli fengi að koma til Valinor.
Seinasti dvergur af kyni Durins sem að vitað er um var Durin VII sem að var uppi á fjórðu öldinni.
Lacho calad, drego morn!